Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Blaðsíða 98
Ungliðadeild Rauða kross íslands stingur niður rofa-
börð. Mynd: Andrés Arnalds.
í byrjun árs 1986 var það markmið sett að
koma á friðun alls Þórsmerkursvæðisins fyrir beit
í áföngum á fimm árum. Einnig var sú stefna
tekin að Landgræðslan ynni að lausn mála í sem
nánastri samvinnu við þá sem hagsmuna áttu að
gæta. Af og til höfðu komið fram hugmyndir um
að girða úr Gígjökulslóni við Eyjafjallajökul í
Markarfljót, t.d. hafði Garðar Jónsson, fyrrv.
skógarvörður á Suðurlandi, sett fram þessa hug-
sjón sína við Sigurð Blöndal er Sigurður tók við
starfi skógræktarstjóra árið 1977. Ákveðið var að
freista þess að fylgja þessum hugmyndum eftir og
reyna að ná samkomulagi um verndun alls landsins
milli Markarfljóts og Eyjafjallajökuls allt upp að
Syðri-Emstruá.
í framhaldi af bréfaskriftum var haldinn fund-
ur 9. apríl 1986 með sveitarstjórn Vestur-Eyja-
fjallahrepps og bændum sem ráku fé í afrétti
hreppsins. Landgræðslustjóri sat einnig fundinn.
Þar náðist strax sá áfangi að samningur var gerð-
ur við notendur afréttanna um 40% fækkun beit-
ardaga frá því sem var árið áður. Þetta var gert
með því að seinka upprekstri til 1. júlí eða um
tæplega tvær vikur, flýta göngum um hálfan
mánuð og fækka fé sem farið var með á fjall úr
900 í 700 fullorðins fjár. Á móti kom ákvörðun
um að fresta endurnýjun girðingar milli Almenn-
inga og Þórsmerkur, sem Skógrækt ríkisins hafði
áformað vegna sérstakrar fjárveitingar í þessu
skyni. Sú ákvörðun olli nokkurri óánægju, ekki
síst meðal bænda í Fljótshlíð, þar eð þetta tákn-
aði í raun áframhaldandi beit í Þórsmörk. Ástæð-
an að baki þessari ákvörðun var hins vegar sú að
endurnýjun girðingarinnar hefði orðið mjög kostn-
aðarsöm, en engin trygging var samt sem áður
fyrir því að unnt væri að gera hana fjárhelda. Þar
við bættist að raunverulegt beitarþol á afréttum
hreppsins gat þá vart talist meira en fyrir um 150
fullorðnar kindur. ítala í afrétti og ný girðing á
milli þeirra og Þórsmerkur hefði orðið allt of
kostnaðarsöm miðað við fjárfjölda og á engan
hátt verjandi að veita almannafé í svo hæpna fram-
kvæmd. Hún hefði ekki heldur leyst vanda bænda
í Vestur-Eyjafjallahreppi. Því bar að leita ann-
arra leiða. Á fundinum var jafnframt skipuð
þriggja manna nefnd undir forystu Viðars Bjarna-
sonar í Ásólfsskála til að kanna úrræði ásamt
oddvita, Guðjóni Ólafssyni í Syðstu-Mörk.
Sem fyrr gekk illa að finna land til afnota í stað
afréttarins, hvorki til beitar né ræktunar. Þó
þokuðust málin aðeins áfram og á almennum
bændafundi um upprekstrarmál Vestur-Eyfell-
Kvöld í Langadal. Mynd: Guðrún Pálmadóttir, júlí 1979.
96
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990