Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Blaðsíða 96
Gömul birkitré í Básum. Mynd: Sig. BÍöndal, 29-03-86.
Haldinn var fundur á Hellu 6. apríl 1969 með
núverandi landgræðslustjóra, Sveini Runólfs-
syni, bændum í Vestur-Eyjafjallahreppi og full-
trúum ýmissa annarra aðila. Ekkert markvert
leiddi af þeim fundi, en fjórum árum síðar var
nefnd skipuð á vegum Náttúruverndarráðs til að
leita álits landeigenda og rétthafa á hugsanlegri
stofnun þjóðgarðs í Þórsmörk og fleiri hugmynd-
um í því sambandi. Landvernd, landgræðslu- og
náttúruverndarsamtök íslands, gegndi þar for-
ystuhlutverki og Iagði landgræðslunefnd Land-
verndar m.a. fram tillögur 18. febrúar 1974 um
uppgræðslu lands og skipulegt samstarf um vernd-
un og nýtingu Þórsmerkur og aðliggjandi afrétta.
Kosin var samstarfsnefnd til viðræðna og tillögu-
gerðar. Sú nefnd boðaði síðan fulltrúa hagsmuna-
aðila til fundar á Hvolsvelli 30. mars 1974. Þar
voru fulltrúar frá Landvernd, Náttúruverndar-
ráði, Náttúruverndarsamtökum Suðurlands,
Skógrækt ríkisins, Landgræðslu ríkisins, Ferða-
félagi íslands, Rangárvallasýslu, Fljóts-
hlíðarhreppi og öll hreppsnefnd Vestur-Eyja-
fjallahrepps.
Á þessum fundi kristallaðist að vissu leyti sá
vandi sem við var að etja. Fé var margt í Vestur-
Eyjafjallahreppi en mikii landþrengsli heima
fyrir. Fram kom að fjöldi fullorðins fjár sem talið
var í afrétt vorið 1973 hefði numið 1273 kindum
og svigrúm væri ekki til að fjölga fé í heimahög-
um. Rannsóknastofnun landbúnaðarins hafði þá
um sumarið kannað gróður á afréttum Vestur-
Eyfellinga, Almenningum, Stakkholti og Steins-
holti. Rannsóknirnar leiddu í Ijós að bithagar
voru þar naumir, gróður rýr og beitarþol lítið.
Niðurstaðan varð því sú að ekki væri unnt að
friða Þórsmörk fyrir beit að óbreyttum búskapar-
háttum nema gera samhliða aðrar ráðstafanir.
1 samræmi við þessa niðurstöðu og samning við
bændur reyndi Landgræðslan að auka beitarþol
Almenninga á næstu árum með áburðardreifingu
úr flugvél. Árangur var allgóður. Jafnframt var
hafin uppgræðsla á landi í Þórsmörk á vegum
Landverndar. Á fundi sem haldinn var í Þórs-
mörk 18. maí 1974 var kosin undirnefnd til að
leita leiða til að bæta bændum skerðingu beitaraf-
nota. Þessi nefnd starfaði allmikið á árinu 1974.
Fjáreigendur sem nytjuðu land í afrétt hreppsins
samþykktu þá um vorið samhljóða 20% fækkun
fjár sem færi í afrétt. Bændur vildu með þessu
koma til móts við friðunarsjónarmið vegna upp-
græðslustarfs á vegum Landgræðslunnar, Land-
verndar og fleiri aðila í Þórsmörk. Jafnframt var
fallist á að Landgræðslan tæki þátt í kostnaði við
áburðardreifingu á afréttarlönd hreppsins til að
fé tylldi þar betur. Einnig var reynt að finna hent-
ugt land í byggð til uppgræðslu og beitar. Ræktað
var upp land til slægna við Seljaland og á árunum
1975-1980 báru bændur nokkuð á heimalönd til
beitar. Hins vegar tókst ekki að ná samkomulagi
um afnot af landi til að græða upp til sameigin-
legrar beitar. Rætt var um að koma á ítölu í
afréttina en ekkert varð af því. Mönnum varð
ljóst að hugmyndir um að koma upp fjárheldri
94
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990