Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Blaðsíða 99
inga, sem haldinn var í samkomuhúsinu að Heima-
landi undir Eyjafjöllum 28. apríl 1987, var sam-
þykkt með 15 atkvæðum gegn 3 að lokun afréttar-
ins kæmi til greina vorið 1988 ef viðunandi lausn
fyndist til að draga úr þeirri tekjuskerðingu sem
slík aðgerð hefði í för með sér fyrir bændur. Að
tilstuðlan þáverandi landbúnaðarráðherra, Jóns
Helgasonar, tókst að ná fram nokkurri fækkun
fjár með því að færa fullvirðisrétt milli búgreina
og með kaupum og leigu á fullvirðisrétti. Ráð-
herra sýndi þessu máli mikinn áhuga og taldi að
áframhaldandi beit í Þórsmörk hefði svo skað-
vænleg áhrif á viðhorf til landbúnaðarins að
málið yrði að leysa sem fyrst.
Ekki verður hér greint frá öllum fundum og við-
ræðum sem við hjá Landgræðslunni og fleiri átt-
um við Vestur-Eyfellinga vegna þessa máls.
Bændur voru síðan boðaðir til annars fundar að
Heimalandi vorið 1988 gagngert til að taka
ákvörðun um það hvort sveitarstjórn væri heimilt
ganga frá samkomulagi við Landgræðsluna unt
friðun afréttanna. Untræður urðu fjörugar og
komu fram margvísleg sjónarmið, eins og ráða
má af eftirfarandi vísu sem einn fundarmanna
laumaði á borðið til mín:
Skrifstofunnar lævíst lið,
lipurt á kjaftaþingum,
sem bændur þurfa að berjast við
um beit á Almenningunt.
í lok fundar var gengið til atkvæða en niður-
staðan varð sú að friðun náði ekki fram að ganga,
féll á jöfnum atkvæðafjölda.
SAMNINGAR TAKAST
Á fundi með samstarfsnefnd hreppsins síðar
um vorið 1988 var ákveðið að færa heimild til
upprekstrar suinarið 1988 niður í 350 fullorðins
fjár og skyldi sú ákvörðun gilda í tvö ár sem liður
Ungur birkiskógur í Básum. Útigönguhöfði í baksýn.
Mynd: Sig. Blöndal, 29-03-86.
í aðlögun að lokun afrétta. Sama sumar gerði
Landgræðslan samkomulag við landeigendur í
Stóru-Mörk um heimild til að girða úr Gígjökuls-
lóni í Markarfljót til að koma í veg fyrir að féð
rynni sjálfkrafa á fjall. Sú girðing var sett upp
haustið 1988, um 3 km löng rafgirðing. Þar með
voru Stakkholt og Steinsholt komin innan girð-
ingar.
Við þessa tiltölulega einföldu framkvæmd
skapaðist möguleiki á að stjórna beit á öllu svæð-
inu milli Markarfljóts og Eyjafjallajökuls, allt
upp að Syðri Emstruá (sjá kort).
Ljósrit úr bréfabók biskups 22. febr. 1927. Bréftil prófastsins í Odda.
ÁRSRIT SKÓGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
97