Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1990, Blaðsíða 123
Hinnfrægi lerkiskógur á Raivola, sem nú heitir Lindulovskaja rosja eða Lindulovaiundurinn. Fyrsti lundur af rússa-
lerki á erlendri grund. Sáðvar til elsta hlutans, sem myndirnar eru teknar í, árið 1733. Par standa núl. 900 m3 á ha og
hœð trjánna er 41 m. Aftur vargróðursettþarna 1771 ogenn 1805 ogþá notað fræ af elsta hlutanum. A myndinni t.v.
stendur Pórarinn Benedikz hjá einum risanum. Myndir: Sigurður Blöndal 11-10-79.
On the left - the renowned Sukachev larch stand at Raivola in Karelia ASSR, USSR - now known as Lindulovskaja
rosja or the Lindulova plantation. This was the first plantation of Sukachev larch planted outside of Russia. The
oldest stand was established by direct sowing in 1733. Standing volume is 1900 m3/ha and top height 41 m. Further
stands were planted in 1771 and again in 1805, then with progeny of the 1733 larch.
On left - Thorarinn Benedikz stands by one of the giants from 1733. Photos by Sigurður Blöndal 11-10-79.
Fyrir um 20 árum eða meir höfðu greinar af
lerkinu á Valáberget (Valán í töflu 2) verið
græddar á rætur eldra lerkis í þessari stöð. Nú
stóð hér fjöldi slíkra ágræddra trjáa og voru
flest þeirra hlaðin stórum og fallegum köngl-
um. Bað ég Fritz Bergman (skógræktarstjóra
fyrirtækisins) að selja okkur fræ frá þessari
stöð, og lofaði hann því, að því tilskildu að
hann fengi leyfi eiganda, sem hann taldi lík-
legt (Hákon Bjarnason 1969).
í aftasta dálki skrárinnar í töflu 2, sem segir um
uppruna fræsins, eru með einni undantekningu
(Jenisej) aðeins tvö nöfn, Arkhangelsk og
Raivola. „Arkhangelsk" getur auðvitað táknað
mörg kvæmi af stóru landsvæði, eins og lýst er í
annarri grein í þessu riti (Arnór Snorrason og
Sigurður Blöndal 1990), samanber einnig út-
breiðslukort rússalerkis (1. mynd). Hinn frægi
lerkiskógur á Raivoia á Kirjálaeiði (Sigurður
Blöndal 1980) er líka ættaður að mestu leyti úr
þessu héraði, a.m.k. elstu hlutar hans. Sagnir eru
um að yngri teigur í þessum skógi sé ættaður frá
héraðinu Perm, sem er allmiklu sunnar og er
austur undir Úralfjöllum.
ÁRSRIT SKÖGRÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 1990
121