Skógræktarritið - 15.10.2000, Qupperneq 11

Skógræktarritið - 15.10.2000, Qupperneq 11
bæta landinu það sem af því var tekið. Aldamótakynslóðin síðasta, sú sem fyrst fékk að takast á við íslensk mál á eigin ábyrgð, taldi það eitt höfuðverkefni sitt að hefja landgræðslu og skóg- rækt á íslandi. Það er engin til- viljun. Og það var heldur engin tilviljun að skáld aldamótanna, eins og Guðmundur skólaskáld, Þorsteinn Gíslason, Einar Benediktsson og Hannes Hafstein ortu allir um ísland viði vaxið og höfðu þá fyrir sér orð Ara fróða. Einar, eldhuginn mikli, sá fyrir sér hvernig mætti virkja voldug fallvötn landsins og vinna áburð úr lofti til að græða upp landið. Hann orðaði það svo: „Og frjómögn lofts má draga að blómi og björk já, búning hitans snfða úr jökuls klæðum." Og í hinu fræga aldamótaljóði Hannesar Hafstein, sem hann yrkir í árslok 1900 segir, að sú komi tíð, að menning vaxi f lundi nýrra skóga. Þar setur hann skóg- rækt við hlið hugsjóna eins og þeirra, að verslunin færist inn f landið, fossar séu virkjaðir, at- vinnulff vélvætt og svo framvegis. Tuttugasta öldin varð öld réttind- anna á íslandi. Það var fyrst þá, eftir tæplega 11 alda búsetu að erlendir menn hættu að draga í efa að við værum einfær um að fara með okkar mál. Þá eignuð- umst við fyrst endanlega landið og miðin. En við höfum ekki bara eignast landið - það eignarhald er gagn- kvæmt eins og skáldið minnir á þegar það segir: „En þú átt að muna alla tilveruna að þetta land á þig." En skyldur okkar við landið verða ekki dregnar af þröngum íhaldssjónarmiðum. Það eru ekki nægjanleg rök ein og sér fyrir skógrækt að landið hafi verið viði vaxið milli fjalls og fjöru, þá þeir Ingólfur Arnarson staðfest- ust hér. Enda eru viðbótarrökin mörg og góð. Þau eru í fyrsta lagi, að hér geta vel verið skil- yrði fyrir nytjaskógi. Þótt landið sé vissulega harðbýlt og mis- viðrasamt, er það feikistórt á mælikvarða Evrópuþjóða. Mörg svæði á íslandi eru til þess fallin að rækta þar nytjaskóg, þar sem afrakstur á hvern ferkílómetra verður ef til vill ekki eins mikill og annars staðar í álfunni, en þarf ekki heldur að verða svo mikill, því að þrátt fyrir allt er þetta besti landnýtingarkostur- inn á þessum svæðum. í öðru lagi styður skógur á íslandi land- græðslu og aðra ræktun, því að hann bindur landið og bætir jarðveg. Það veitir viðkvæmum jurtum skjól fyrir veðrum og vindum. Þriðja sjónarmiðið er fagurfræðilegt. Það er, að landið sé blátt áfram fallegra, sé það viði vaxið. Við íslendingar eigum nóg af hrikalegum fjöllum, jöklum og berangri. En við eigum ekki nóg af grænu skóglendi, sem setur nota- legan svip á umhverfið, mildar ásýnd landsins, sem getur stund- um verið fullhryssingsleg. Það, sem gerir landið fallegt, er sam- leikur hvítra jökla, blárra fjalla, grænna grunda, tærra vatna og síðast, en ekki síst, skóganna. Tré eru í íslensku landslagi eins og krydd f mat, - það, sem ræður úr- slitum um, að heildarsamræmi sé, jafnvægi á milli margra ólíkra þátta. Fegurð er ekki síst fólg- in í hæfilegum hlutföllum, og til þess að tryggja þau er skógur nauðsynlegur. Skógur hækkar hitafar svo vel mælanlegt er og hlýtur það að vega nokkuð f þess- ari umræðu. Sjálfur tel ég, að eitt sjónar- mið í viðbót sé mikilvægt. Skógrækt getur ekki aðeins verið ábatasöm, nauðsynleg til stuðn- ings öðrum gróðri og fegurðar- auki. Hún er líka tilgangur í sjálfum sér. Sjálfur hef ég átt margar mínar bestu stundir við skógrækt nærri sumarbústað, sem við hjónin eigum. Ég veit fátt skemmtilegra en að sjá smám saman verka minna stað, finna líf spretta og stækka fyrir atbeina okkar hjóna. Ein hrísla er gróðursett, tvær, þrjár, fjórar, margar fleiri og allt virðist það harla brotakennt og brösugt og oftar en ekki endalaus von- brigði. En einn góðan veðurdag er allt í einu kominn dálítill lundur, sem maður, vegna heilbrigðs skorts á lítillæti, kall- ar skóg. í skógrækt á íslandi finnur sköpunarþörf mannsins sér viðspyrnu, sem er hæfilega erfið til eflingar, en ekki svo erf- ið að hann missi móðinn. Það er umhugsunarefni, að orðin „gróði" og „gróður" eru sam- stofna. Bæði þessi orð vísa til þess, að hlutir geti vaxið og dafnað, meira geti orðið til úr minna. Sköpun nýrra verðmæta, ekki tilfærsla gamalla verðmæta, er öllum ávinningur. Hið sama er að segja um gróður jarðar. Þegar við hlúum að honum, erum við að skapa eitthvað nýtt. Það færir okkur þess vegna gleði og lífsfyllingu. Við finnum kröft- um okkar farveg í jákvæðu starfi, við sjáum eitthvað gott af okkur leiða. Sköpunarmáttur og sköp- unarþörf mannsins snúa ekki aðeins að rekstri fyrirtækja, heldur að sífelldri viðleitni til að bæta, prýða og fegra umhverfi okkar. Skógrækt er umfram allt sköpun. Þetta eru sterkustu rök- in í mínum huga fyrir skógrækt og það er þess vegna, sem ég lít svo á að það sé mikið sæmdar- heiti fyrir sérhvern mann, að kallast skógræktarmaður. SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.