Skógræktarritið - 15.10.2000, Side 112
f ársritsgreininni, sem áður var
nefnd, er komist að þeirri niður-
stöðu að "Prov.Y" muni vera úr
3000 m hæð í Colorado. Var sú
ályktun dregin af þeim upplýsing-
um um söfnun á douglasgreni-
fræi á þessum árum, sem þá voru
handbærar. Til þess að reyna að
fá haldgóða skýringu á því, hvað
„Prov.Y" stæði fyrir, var leitað til
forstöðumanns dönsku trjáfræði-
stofnunarinnar, Sorens 0dums,
sem síðan fékk fyrrum forstöðu-
mann dönsku fræmiðstöðvarinn-
ar, Helmut Barner til liðs við sig.
Tókst Barner að hafa upp á verð-
lista frá fyrirtækinu The Long-Bell
Lumber Company í ríkinu Was-
hington, sem hafði útvegað Jo-
hannes Rafn fræið. Kom þá loks
f ljós, eftir að áður nefnd grein
var skrifuð, að bókstafurinn Y í
pantanabókinni táknaði fræsöfn-
unarsvæði f 1500-2000 m h.y.s.
með hnattstöðunni 119,15
lengdargráður og 50,15 breidd-
argráður. Við athugun á landa-
korti má sjá, að þessi hnattstaða
á við um stað syðst í Bresku
Kólumbíu í Kanada, 100-150 km
í suðaustur frá bænum
Kamloops.
Hæðarmörkin 2000 m, sem am-
erfski fræsalinn gefur upp, geta
ekki staðist. Sjálfur fór ég um
þetta svæði árið 1956 og var mér
sagt, að douglasgreni yxi f hæsta
lagi upp að 1200 m h.y.s. Þar fyrir
ofan taka við blágreni og fjalla-
þinur. Frá þessu er sagt í grein í
Ársriti Skógræktarfélags íslands
1958, bls. 27. Þar er einnig bent
á, að æskilegt væri að reyna fræ
af þeim tegundum, sem hér vaxa
í 12-1300 m h.y.s., einkum úr ná-
grenni Shuswap Lake og Adams
Lake.
Niðurstaða þessarar fram-
haldsathugunará uppruna
douglasgrenitrjánna á Atlavíkur-
stekk er þessi: Upprunalega hafa
flestar þeirra plantna, sem voru
II. Douglasgrenið á
Atlavíkurstekk
Mount Rainier, 4392 m. Hæsta fjall Washingtonríkis.
Árið 1995 birtist grein í Ársriti
Skógræktarfélags íslands um
uppruna douglasgrenis á Atlavík-
urstekká Hallormsstað, sem
gróðursett var árið 1941. Eins og
fram kemur f greininni, hafði
lengi leikið nokkurvafi á þvf, hver
væri uppruni þessara trjáa, en
jafnframt voru leidd rök að því,
að þau ættu rætur að rekja til
tveggja sáninga af mismunandi
kvæmum. Annars vegar 50 g af
fræi árið 1934 og hins vegar 250 g
árið 1936.
Við gerð fræskrár 1933-1992
I. Barrtré, fundust haldgóðar
upplýsingar um sáningu á
douglasgrenifræi árið 1936, sem
án nokkurs vafa er af fræi úr 6-
700 m h.y.s. í hlíðum fjallsins
Mt.Rainier, skammt frá borginni
Seattle, á vesturströnd Banda-
ríkjanna. Öllu flóknara reyndist
að ráða í uppruna sáningar-
innar frá 1934. Þó var ljóst að
fræið væri frá fræsölu (ohannes
Rafn í Kaupmannahöfn og meira
að segja má sjá í gögnum þaðan
vfsbendingu um kvæmið, því
aftan við latneskt heiti fræsins,
Pseud. Douglasii í pantanabók
fræsölunnar stendur „Prov. Y."1
"Prov.Y" merkir fiér kvœmi Y.
108
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000