Skógræktarritið - 15.10.2000, Side 119
eyjunni. Þær ná allt frá seinni
heimsstyrjöld aftur til bronsald-
ar. Fallbyssuvirkið (Batterie
Dietl) í Bo var skoðað. Á árun-
um 1941 til 1943 byggðu 5000
manns, þar af um 2000 rúss-
neskir stríðsfangar, þessi miklu
virki. Aðalvirkin voru 3 með
svokölluðum „Adolfs" fall-
byssum. Þetta voru 22 metra
langar fallbyssur með um
50 km langdrægni sem voru
ætlaðar til að verja innsigling-
una til Narvik.
Áfram var haldið og næst
skoðuð Steigen-kirkja. Kirkjan
stendur á gamla höfðingjasetr-
inu Steig. Kristni var tekin á
Steig rétt fyrir árið 1000. Þá var
þar byggð fyrsta trékirkja á
staðnum. Kirkjan sem er á
staðnum í dag var að mestu
byggð í lok 19. aldar á grunni
gamallar steinkirkju sem byggð
var um 1250.
Byggðasafnið í Steigen er til
húsa í gamla læknisbústaðnum
Breidablikk. Þar var drukkið
kaffi með vöfflum og safnið
skoðað. Hús prestsins er þar
rétt hjá. í lok 19. aldar var byrjað
að gróðursetja í garði hússins.
Þar mátti sjá voldugt lerki, eik
og kastaníutré og eplatré í
blóma. Þessi tré eiga ekki að
geta þrifist þetta langt í norðri en
þökk kalkríkri jörðu, skjóli af
fjöllum og fjallahring sem drekk-
ur í sig sólarvarmann á daginn
og geislar honum út á kvöldin,
standa þessi yfir 100 ára gömlu
tré hér.
Daginn eftir var gróðursett við
Laxárvatn í landi Laxár. 0vind,
bróðir Gjermundar, stjórnaði
þeirri gróðursetningu sem var
samsvarandi og verkefni fyrsta
dagsins. Jörðin er kalkrík og vel
skógi vaxin. Handan vatnsins
mátti í fjarska sjá í bland gróður-
lítil svæði. Þetta var skýrt sem
súr innskot í kalkríka jörð. Á leið-
inni var skoðuð nýbyggð vatns-
mylla til mölunar á hveiti. Myllan
íslenski hópurinn á verönd bæjarins Laxá í Steigen.
Úrfallegum norskum birkiskógi.
var byggð til að kynna núlifandi
íbúum gömul vinnubrögð.
Eftirmiðdagurinn var notaður
til að fara á bát frá Norfold út á
fjörðinn til að skoða laxeldi „Nor
Aqua“ á staðnum. Stöðina
sýndu Torvald Sivertsen og
Gjermund Laxaa. í stjórnstöð
stöðvarinnar í báti úti á firðinum
fengum við fyrirlestur um laxeldi
og uppbyggingu Norðmanna á
laxeldisstöðvum. Það sem eftir
situr úr þeim fyrirlestri er að
laxeldi sé mjög hagkvæmt eldi,
Mynd: B.G.
hlutföll á fóðurþörf á móti
laxþunga sé um það bil 1 og að
byggja eigi nýtt vinnsluhús í
Leinesfjord.
Um kvöldið var lokahóf fyrir
okkur Steigenfara að Laxá. Lax
var á borðum. Að venju heimilis-
ins stjórnaði Jan Laxá, gamli
bóndinn, suðu laxins og kona
hans Randil framreiðslu hans.
Mikið var rætt um landbúnað,
fiskeldi, ferðamennsku og skóg-
rækt. Var þetta hið ánægjuleg-
asta kvöld.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000
1 I 5