Skógræktarritið - 15.10.2000, Side 29

Skógræktarritið - 15.10.2000, Side 29
jarðlægir stofnar fá þó að vaxa enn, aðallega til minningar um upphafið. Af gróðurbótum Ég get ekki komist hjá því að minnast aftur á Gróðurbótafélag- ið, þetta óformlega félag sem stofnað var eftir ferð Óla Vals og félaga til Alaska árið 1985 og skipulagði úrvinnslu þess efnivið- ar sem þar safnaðist. Félagið hef- ur síðan stuðlað að fleiri söfnun- arferðum og úrvinnsluverkefnum. í Skógræktarritinu 1999 er grein um starf þessa hóps. Sigurður Blöndal átti raunar upphafið að því og bað mig að kalla hópinn saman. Fyrir mig var það afar skemmtilegur skóli að fá að vinna áhugamannastarf með svo mörg- um af fremstu sérfræðingum landsins og læra af þeim um plöntur, gróðurframvindu, erfða- fræði gróðurs, landgræðslu og skógrækt. Ræktunin í Brekkukoti ber þess að sjálfsögðu vitni. Ég held raunar að þessi hópur hafi unnið mjög mikið gagn með því að skýra mikilvægi erfðaefnisins við val á efniviði til ræktunar við mismunandi skilyrði og benda á mismun klóna og kvæma trjáteg- unda þar sem það á við. Það hef- ur haft gagnger áhrif á allt til- raunastarf í skógrækt og leitt til fjölda spennandi tilrauna og nýj- unga í skógræktar- og garðyrkju- starfi um allt land. Þess mun sjá stað í vaxandi mæli í framtíð- inni. Birkið - leitin að íslenska raftviðnum Það var hrein opinberun fyrir mig á sínum tíma þegar granni minn við Hafravatn, Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur, fyrst skýrði fyrir mér tilgátu sína um erfðabreytileika birkisins og tegundablöndunina við fjalldrapa sem gerði því kleift að lifa af óár- an og sauðbeit en um leið töpuð- ust eiginleikar birkisins til að Mynd 28. „Blandað á staðnum" í Lundarskógi í Fnjóskadal. mynda hávaxna skóga nýtilega til húsgerðar og annarra smíða. Slík tré nefndu fornmenn raftvið. Það var því skemmtilegt ævintýri þeg- ar ákveðið var árið 1987 að hefja kynbótaverkefnið sem gat af sér „Embluna", - nýtt yrki af íslenskri ilmbjörk. Þetta yrki hefur sýnilega hærra hlutfal! beinvaxinna og hvítstofna trjáa en aðrir birki- stofnar hérlendis, svo sem Bæjar- staðabirkið eins og við höfum þekkt það úr ræktunarstöðvum hingað til. Á mynd hér við hliðina sést þessi erfðablöndun birkis og fjalldrapa á staðnum! Myndin er tekin sumarið 1999 við jaðar Lundarskógar í Fnjóskadal á ber- angurssvæði sem nýlega hefur verið friðað fyrir beit. Hér eru ungar fræplöntur af öllum arf- gerðum að vaxa upp hlið við hlið, - bein og ljósstofna raftviðar- planta framtíðarinnar við hliðina á jarðlægum kjarrplöntum. Einnig sést sjálfur skógviðarbróð- irinn sem er blendingur birkis og Mynd 26. Fyrirmyndartré af yrkinu 'Embla' Mynd 27. Þorsteinn með greinar af fjalldrapa og jarðlægri birkikræðu. SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000 25
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.