Skógræktarritið - 15.10.2000, Síða 29
jarðlægir stofnar fá þó að vaxa
enn, aðallega til minningar um
upphafið.
Af gróðurbótum
Ég get ekki komist hjá því að
minnast aftur á Gróðurbótafélag-
ið, þetta óformlega félag sem
stofnað var eftir ferð Óla Vals og
félaga til Alaska árið 1985 og
skipulagði úrvinnslu þess efnivið-
ar sem þar safnaðist. Félagið hef-
ur síðan stuðlað að fleiri söfnun-
arferðum og úrvinnsluverkefnum.
í Skógræktarritinu 1999 er grein
um starf þessa hóps. Sigurður
Blöndal átti raunar upphafið að
því og bað mig að kalla hópinn
saman. Fyrir mig var það afar
skemmtilegur skóli að fá að vinna
áhugamannastarf með svo mörg-
um af fremstu sérfræðingum
landsins og læra af þeim um
plöntur, gróðurframvindu, erfða-
fræði gróðurs, landgræðslu og
skógrækt. Ræktunin í Brekkukoti
ber þess að sjálfsögðu vitni. Ég
held raunar að þessi hópur hafi
unnið mjög mikið gagn með því
að skýra mikilvægi erfðaefnisins
við val á efniviði til ræktunar við
mismunandi skilyrði og benda á
mismun klóna og kvæma trjáteg-
unda þar sem það á við. Það hef-
ur haft gagnger áhrif á allt til-
raunastarf í skógrækt og leitt til
fjölda spennandi tilrauna og nýj-
unga í skógræktar- og garðyrkju-
starfi um allt land. Þess mun
sjá stað í vaxandi mæli í framtíð-
inni.
Birkið - leitin að íslenska
raftviðnum
Það var hrein opinberun fyrir
mig á sínum tíma þegar granni
minn við Hafravatn, Þorsteinn
Tómasson plöntuerfðafræðingur,
fyrst skýrði fyrir mér tilgátu sína
um erfðabreytileika birkisins og
tegundablöndunina við fjalldrapa
sem gerði því kleift að lifa af óár-
an og sauðbeit en um leið töpuð-
ust eiginleikar birkisins til að
Mynd 28. „Blandað á staðnum" í Lundarskógi í Fnjóskadal.
mynda hávaxna skóga nýtilega til
húsgerðar og annarra smíða. Slík
tré nefndu fornmenn raftvið. Það
var því skemmtilegt ævintýri þeg-
ar ákveðið var árið 1987 að hefja
kynbótaverkefnið sem gat af sér
„Embluna", - nýtt yrki af íslenskri
ilmbjörk. Þetta yrki hefur sýnilega
hærra hlutfal! beinvaxinna og
hvítstofna trjáa en aðrir birki-
stofnar hérlendis, svo sem Bæjar-
staðabirkið eins og við höfum
þekkt það úr ræktunarstöðvum
hingað til.
Á mynd hér við hliðina sést
þessi erfðablöndun birkis og
fjalldrapa á staðnum! Myndin er
tekin sumarið 1999 við jaðar
Lundarskógar í Fnjóskadal á ber-
angurssvæði sem nýlega hefur
verið friðað fyrir beit. Hér eru
ungar fræplöntur af öllum arf-
gerðum að vaxa upp hlið við hlið,
- bein og ljósstofna raftviðar-
planta framtíðarinnar við hliðina
á jarðlægum kjarrplöntum.
Einnig sést sjálfur skógviðarbróð-
irinn sem er blendingur birkis og
Mynd 26. Fyrirmyndartré af yrkinu
'Embla'
Mynd 27. Þorsteinn með greinar af
fjalldrapa og jarðlægri birkikræðu.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000
25