Skógræktarritið - 15.10.2000, Side 80
Köngull stafafuru.
magni vegur sitkagreni þyngst
með rúm 1000 kg. Næst eru
rússa- og síbiríulerki með rúm
860 kg. í þriðja sæti er rauð-
greni með tæp 400 kg, en mjög
lítið hefir verið flutt inn af
þeirri tegund sfðan árið 1971.
Ekki hefir verið tekinn saman
heildarfræþunginn í Fræskrá II.
nema fyrir íslenska birkifræið,
sem vegur hátt f 3.000 kg. í
rauninni hefir það litla þýðingu
að bera saman fræmagn ein-
stakra tegunda eins og ljóst
má vera af næstu málsgrein.
Fræ/kg þús. Stærð og þyngd
á fræi er mismunandi frá einni
tegund til annarrar, en einnig
getur verið mikill munur á fræ-
þyngd einstakra kvæma innan
tegunda frá ári til árs vegna
mismunandi árferðis eða af
öðrum ytri ástæðum. Það ligg-
ur svo í hlutarins eðli, að þeim
mun smærri og léttari sem ein-
stök frækorn eru, þeim mun
fleiri fræ rúmast f hverju kflói
af fræi. Þær stærðir, sem eru
notaðar til að gefa þessu tölu-
legt gildi eru annaðhvort
fræ/kg, sem oftast er gefið upp
í þúsundum eða þyngd á 1000
fræjum, svonefnd þúsund
korna vigt.
Af þeim tegundum, sem eru í
Fræskrá I. hefir lindifura stærst
og þyngst fræ með 4-5.000
fræ/kg. Stafafura frá Skagway er
með 380.000 fræ/kg, en fræ af
sömu tegund og kvæmi, sem
vaxið hefir f Skorradal er með
540.000 fræ/kg. í sitkagrenifræi
frá Cordova í Alaska er fræ-
fjöldinn 365.000 fræ/kg og
sami fjöldi reyndist vera í fræi
af sömu tegund og kvæmi frá
Hallormsstað. í rússalerkisfræi
frá ýmsum stöðum eru 75-
100.000 fræ/kg, en í síbiríulerki
frá Altai 100-200.000 fræ/kg.
Tölurnar fyrir sitkagreni- og
stafafurufræ eru meðaltöl, en
tölurnar fyrir lerkifræið gefa
til kynna breytileika eftir ár
um.
í Fræskrá II. er birkifræið
langléttast með 1,5-2 milljón
fræ/kg. Hvftölur kemur næstur
með 1,2 milljón fræ/kg og
álmur með 36.000 fræ/kg svo
tekin séu nokkur dæmi (N.P.
Tulstrup. Skovfro 1952).
Spír. %. Sá plöntufjöldi, sem
fæst upp af 1 kg af trjáfræi,
ræðst ekki einungis af því hver
talan fræ/kg er. Þar skiptir
mestu máli spírun fræsins, svo
nefnd spírunarprósenta, en
gæði fræsins hafa einnig mikla
þýðingu í þessu samhengi.
Frægæðin lýsa sér aðallega í
spírunarhraða og plöntupró-
sentu, þ.e.a.s. því, hve mörg
spíruð fræ verða að plöntum.
Ef tekið er dæmi af fræi með
100% spírun og fræi sömu
tegundar með 20% spírun, sem
er í rauninni lakara en spírun-
arprósentan segir til um, þá
þarf tífalt magn af síðara fræ-
inu, ef plönturnar sem vaxa
upp af því eiga að verða álíka
margar og af fræinu með 100%
spírun. Ef spírunin ein réði,
þyrfti aðeins fimmfalt fræ-
magn.
76
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000