Skógræktarritið - 15.10.2000, Side 22
Mynd 2. Stikiingurinn frá Sigurði Blöndal 1970 erorðinn
stórvaxin ættmóðir margra aspa í Brekkukoti.
sem ég fékk frá Tumastöðum en
ég las seinna að [aað kvæmi fór
illa 1963. Ég hef Ifka fengið plönt-
ur af fræi úr Lýðveldislundinum á
Tumastöðum sem lifði af hretið
'63. Þær vaxa hægar og eru
breytilegri. Ennþá hef ég ekki
fundið sjálfsáið sitkagreni þótt
mikil fræframleiðsla hafi verið í
einstökum árum. Ef til vill er það
enn of snemmt til að sjást.
Sitkabastarðurinn (Picea x lutzii) er
mun fallegri tegund, harðgerð og
vex afar vel, - þó ekki eins mikið
og sitkagrenið. Ég sé eftir að hafa
ekki lagt mun meiri áherslu á
það.
• Alaskaöspin (Populus
trichocarpa) á líklega hæðarmetið í
Brekkukoti, nálægt 12 metrum.
Elstu trén eru af gamla Kenai-
kvæminu sem fór illa í hretinu
'63. Þau uxu þó aftur upp af rót.
Árið 1970 hélt ég fyrirlestur um
umhverfismál á Atlavíkurhátið í
Hallormsstaðaskógi og kynntist
þá Sigurði Blöndal. Hann benti
mér á ösp hjá frá
óshólmum Kopar-
ár, Copper River
Delta, af kvæmi
merkt C-10 sem
Haukur Ragnarsson
hafði safnað
nokkrum árum áður
og Sigurði leist afar
vel á, m.a. vegna
vaxtarlags og grein-
arbyggingar. Ég
fékk með mér sum-
arstikling af þessu
tré og tókst að
koma honum til.
Hann er orðinn að
trénu á mynd 2.
Mikið af öspinni
sem ég hef fjölgað
síðan er af þessum
klón.
• Það var reyndar
ekki fyrr en eftir
ferð Óla Vals Hans-
sonar og félaga árið
1985 þegar umræð-
an hófst um mismun milli ein-
stakra klóna en ekki bara kvæma
innan tegunda að ég fór að fjölga
einstökum klónum af öspinni
markvisst. Nú er ég auðvitað með
40 klóna tilraun frá Mógilsá og
hef einmitt séð hvernig þeir
bregðast afar mismunandi við
vorfrostum, sem komu t.d. í júnf-
mánuði bæði árin 1997 og 1998.
Einnig kemur í ljós gífurlegur
breytileiki í vaxtarlagi og blað-
gerð. Mín reynsla erað Keisarinn
sé mjög öruggur og þoli vel
vindálag og vorfrost, en hann er
langt frá því að vera vaxtarmest-
ur. Flestir klónarnir í iðnviðartil-
raun Skógræktarinnar hafa reynst
illa hjá mér eins og )óra (Salka),
Depill, Iðunn og Pinni sem kól
illa í frostunum '97 og '98 og hafa
lognast út af. Klónarnir sem hafa
reynst áberandi best eru Haukur,
Oddný, Karl og Hlíð ásamt nýjum
klón sem enn er ekki búinn að fá
nafn en ber tilraunanúmerið 83-
14-15 og sprettur upp af
Mynd 3. 'Keisarinn' með bátlaga, þykk
og vindþolin blöð.
Mynd 4. 'Oddný' fínleg og mjúk en
ótrúlega þolin á síðbúin vorfrost.
18
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000