Skógræktarritið - 15.10.2000, Síða 73
vitnar hér til, ásamt þeim góða
árangri, sem ræktun ierkis átti
eftir að leiða í ljós, gerðu það
nánast sjálfgefið að velja árið
1933 sem upphafsár fræ-
skránna.
Eins og lesa má úr orðum
Guttorms Pálssonar hér á eftir,
var það í rauninni ekki sáning á
tegundinni lerki sem slíkri, sem
markaði tímamótin árið 1933,
því lerkifræi hafði verið sáð oft
áður á Hallormsstað með góð-
um árangri, t.d. árið 1913 og
síðan aftur árin 1927 og 1928.
Seljandi þessa fræs var Johann-
es Rafn2. í fræskrám frá fyrirtæki
hans er þess stundum getið, að
fjæ af síbiríulerki komi beint frá
Úral. í bréfi tii Kofoed-Hansens
skógræktarstjóra frá 12. desem-
ber 1924 segir Rafn, að ekki ná-
ist samband við Úral og þvf geti
hann ekki boðið fræ af Larix si-
birica. Þetta bendirtil þess, að
21ofiannes Rafn var umsvifamikill frœkaupmaður í
Kaupmannafiöfn og rak þarfyrirtæki með nafninu
S kogfrokontoret.
A.F. Kofoed-Hansen, skógrœktarstjóri
1908-1935. Úr mgndasafni S.í.
a.m.k. sumu af því lerkifræi,
sem var sáð á Hallormsstað á
þessum árum hafi verið safnað
í Úral. Það er ekki fyrr en árið
1945 sem nafnið rússalerki
kemur til sögunnar, en fram að
því nefndist lerkið í Úral sí-
biríulerki. Því má bæta hér við,
að árið 1972 var keypt lerkifræ
Guttormur Pálsson, sfiógarvörður 1909-1955.
Mynd úr safni Sigurður Blönáals.
frá Sovétríkjunum, sem sam-
kvæmt upprunaskírteini var
safnað í Úral og nafnið á því var
Larix sukaczewii, rússalerki.
í grein sinni Mörkin og gróðrar-
stöðin á Hallormsstað, 50 ára
minning, ritar Guttormur Páls-
son þetta:
Vorið 1933 verða þau
þáttaskipti hér í gróðrar-
stöðinni, að sáð var dálitlu
af lerkifræi . . var þetta
fyrsta sáning barrtrjáfræs
eftir 20 ára deyfð í því efni.
Fræpöntun Guttorms Pálssonar frá 24. jan. 1933:
500 g Larix sibirica.1)
500 g Pinus silvestris, sænskt fræ.
500 g Picea alba, danskt fræ.
1) Hér L. sibirica en síðar L. sukaczewii.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000
69