Skógræktarritið - 15.10.2000, Side 44
Elstatré Reykjavfkur er silfurreynirinn í Aðalstræti, gróðursettur árið 1884 af
Schierbeck landlækni.
ræktarritinu árið 1999. Ekki er þó
ætlunin að skoða hann í þessari
göngu. Af bílastæðinu er stutt yfir
Aðalstrætið í einn elsta garð
borgarinnar og þangað göngum
við. Þegar þangað er komið blasir
við, næst verslunarmiðstöðinni,
elsta tré Reykjavíkur. Það er silf-
urreynir (Sorbus intermedia), sem
talið er að sé gróðursettur árið
1884 og er því nú 116 ára gamall.
Tréð gróðursetti H.J.G. Schierbeck
landlæknir, frægur frumkvöðull í
garðrækt í borginni og einn af
stofnendum Garðyrkjufélags ís-
lands. Vitað er að hann kom með
tugi silfurreyniplantna til landsins
árið 1883 frá Danmörku og gróð-
ursetti nokkrar þeirra í garð sinn
árið eftir. Upphaflega var þarna
kirkjugarður eða allt fram að því
að kirkjugarðurinn við Suðurgötu
var tekin í notkun árið 1838. Eftir
að Schierbeck flutti af landinu
eignaðist Halldór Daníelsson
bæjarfógeti garðinn og hefur
hann því oft verið kallaður Bæjar-
fógetagarðurinn eða Fógetagarð-
urinn. Lengi stóð fallegur gljávíð-
ir (Salix pentandra) við hlið silfur-
reynisins en hann féll sakir aldurs
árið 1987, þá orðinn um 100 ára
frá gróðursetningu. Það tré var
gróðursett nokkru seinna en silf-
urreynirinn. Schierbeck getur ekki
um gljávíðinn í skýrslu sinni árið
1886 en telur hann upp í skýrslu
frá 1890 þannig að líklega er hann
gróðursettur á árunum þar á
milli. Út af honum er komið
megnið af öllum gljávíði, sem nú
HÆÐARVÖXTUR SILFURREYNISINS I
AÐALSTRÆTI
Hæð
(m)
10
1965
er í ræktun hérlendis. Önnur tré í
þessum garði eru mun yngri.
Silfurreynirinn gamli hefur ver-
ið hæðarmældur nokkrum sinn-
um og er gaman að sjá hvernig
Silfurreynirinn í Aðalstræti er nú hvorki
meira né minna en um 2,5 metrar í um-
mál, mælt neðan við þar sem stofninn
skiptist.
hæð hans hefur þróast (sjá töflu
og línurit). Núna er hann 9,3 m
hár og greinilega enn í fullum
vexti. Tréð virðist gildna jafnt og
þétt eftir því sem árin færast yfir
og er ummál hans, mælt neðan
við skiptingu stofnsins nú um 2,5
UMMÁL SILFURREYNISINS í AÐALSTRÆTI (cm)
/
/
/
/
/
1885 1947 1965 1999
metrar. Talsvert hefur hins vegar
dregið úr hæðarvexti trésins.
Fyrstu 62 æviárin náði það 7,5
metra hæð, en undanfarin 53 ár
hefur það einungis hækkað um
1.8 metra.
40
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000