Skógræktarritið - 15.10.2000, Blaðsíða 135
lagi íslands. Þau eru: Hulda
Valtýsdóttir, fyrrverandi formaður
S.Í., )ónas (ónsson, fyrrv. búnað-
armálastjóri og fyrrv. formaður
S.í. og Markús Runólfsson, for-
maður Skógræktarfélags
Rangæinga. Magnús Jóhannes-
son, formaður S.Í., þakkaði þess-
um nýju heiðursfélögum
ómetanleg störf í þágu skógrækt-
ar í landinu.
Sunnudagur27.ágúst
Afgreiðsla reikninga
Fundurinn hófst aftur kl. 9:30
árdegis með afgreiðslu reikninga.
Þeir voru samþykktir án athuga-
semda.
Afgreiðsla tillagna
Tillögur allsherjarnefndar:
Hjörtur Tryggvason formaður
bar upp tillögur allsherjar-
nefndar.
Tillaga I:
Aðalfundur Skógræktarfélags
íslands, haldinn í Menntaskólan-
um á Akureyri 25.-27. ágúst árið
2000, beinir því til stjórnar fé-
lagsins að hún hlutist til um það
hið fyrsta, að stofnuð verði orða-
nefnd í skógrækt. Markmið
nefndarinnar verði m.a. að laga
erlend orð og hugtök að íslenskri
tungu, annast nýyrðasmfði og
koma þeim á framfæri.
Greinargerð: Skógrækt er víð-
feðmt fagsvið. Algengt er að
stofnaðar séu orðanefndir
ákveðinna fagsviða, yfirleitt í
tengslum við íslenska málstöð.
Vinna þær m.a. að smíði nýyrða,
auk þess að aðlaga erlend orð
íslenskri tungu á viðkomandi
fagsviði. Slíka orðanefnd vantar
í skógrækt en afar brýnt er að
hún verði til sem fyrst sam-
hliða stóraukinni skógrækt í
landinu.
Engum var í kot vísað í Brekkukoti, óðali Vignis Sveinssonar, formanns Sk. Eyfirð-
inga, í Vaðiaskógi.
Úr Minjasafnsgarðinum á Akureyri. Þar er vagga ræktunarstarfs á Norðurlandi. Rang-
æingar mættu í sínu fínasta prjónlesi.
Tillaga 2:
Aðalfundur Skógræktarfélags
íslands, haldinn í Menntaskólan-
um á Akureyri 25.-27. ágúst árið
2000, fagnar framkomnum hug-
myndum landbúnaðarráðherra
um afhendingu jarða og land-
eigna í eigu ríkisins til skógrækt-
arfélaga, í þvf skyni að félögin
rækti upp skóg á viðkomandi
jörðum. (afnframt hvetur fundur-
inn aðildarfélögin til að koma
óskum sfnum á framfæri hið
fyrsta.
Greinargerð: Á hátíðar- og af-
mælisfundi Skógræktarfélags ís-
lands á Þingvöllum, þann 27. júnf
sl„ lýsti ráðherra yfir vilja sínum
og ákvörðun um að jarðeignum
ríkisins verði ráðstafað til skóg-
ræktarfélaga. í mörgum tilvikum
er mikill skortur á hentugu landi
fyrir skógræktarfélög þar sem þau
gætu unnið að skógrækt og með
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000
131