Skógræktarritið - 15.10.2000, Qupperneq 17
þeir feðgar grófu fyrir trjáplönt-
um en auk hlynsins voru samtím-
is sett niður reynitré og gullregn.
Þau tré eru fallin og enn má sjá
móta fyrir rótarstúfum í garðin-
um. Ef að líkum lætur hefur ing-
unn átt frumkvæðið að gróður-
setningunni og hugsanlega út-
vegað plönturnar ásamt öðru til-
heyrandi blómauppeldinu. Það er
því líklegt að húsmóðirin á heim-
■ linu hafi haft allan veg og vanda
af ræktuninni. Sjálfsagt hefur hún
fengið karlmennina í erfiðisvinn-
una því að ekki hefur verið
þrautalaust að grafa fyrir trjá-
plöntum í hálfgerðu fjörugrjóti
því núverandi uppfylling vegna
hafnarinnar var ekki komin,
þannig að sjávarkamburinn var
nokkrum metrum neðan við
húsið og stutt í sjóinn.
Það segir einnig sína sögu um
þol hlynsins gagnvart sjó og
seltu.
Ekki er vitað hvaðan plönturnar
komu en allar líkur benda til þess
að þær hafi komið sjóleiðina frá
Reykjavík, enda samgöngur á sjó
til Bíldudals mjög góðar á þeim
tíma. Ef að líkum lætur hafa þær
komið úr gömlu Gróðrarstöðinni
í Reykjavík, þaðan sem margur
meiðurinn á ættir að rekja. Hvað
svo veldur því að plönturnar eru
gróðursettar á þessu herrans ári
1930 er ekkert hægt að fullyrða
en vel má gæla við þá hugmynd
að stofnun Skógræktarfélags ís-
lands og umræða í þjóðfélaginu
þar að lútandi, sem var töluverð,
hafi með öðru átt einhvern hlut
að máli.
HEIMILDIR
Rafvirkjatal. Reykjavík, Þjóðsaga,
1995, s. 641.
Hákon Bjarnason. Ræktaðu garðinn
þinn. Leiðbeiningar um trjárækt.
Reykjavík, Iðunn, 1987.
Hafliði Magnússon. Gamla smiðjan
á Bíldudal. Vestri, s. 9, fimmtu-
daginn 12. mars 1998.
Munnlegar: Örn Gíslason, Sóiheim-
um, Bíldudal. Gísli Súrsson
Magnússon, Granaskjóli 80,
Reykjavík. Hulda Magnúsdóttir,
Sólheimum 25, Reykjavik.
Myndir tók höfundur en einnig
lánuðu hjónin á Sólheimum
mynd nr. 2, Ijósm: Jónas
Hallgrímsson, og mynd nr. 3.
Bjarni Guðmundsson kennari,
Haulcur Jóhannesson
jarðfræðingur og Vaigarður
Egilsson læknir skrifa hver sinn
þáttinn um kjörlendur sínar
Arbókin er innifalin í árgjaldi
félagsmanna Ferðafélagsins
Ferðafélag Islands
Mörkinni 6, 108 Reykjavík
Sími: 568 2533 • www.fi.is
netfang: fi@fi.is
Ferðafélag Islands
árbók 2000
og vestan
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000
15