Skógræktarritið - 15.10.2000, Qupperneq 129

Skógræktarritið - 15.10.2000, Qupperneq 129
MINNING Guðmundur H. Jónsson F. 1. ágúst 1923 • d. 22. nóv. 1999 Guðmundur H. Jónsson, fyrrv. forstjóri BYKO og Fljótalax fæddist á Neðra-Haganesi en ólst upp á Móskógum og Molastöðum í Fljótum. Foreldrar hans voru Jón Guðmundsson bóndi og síðar bókari hjá BYKO, f. 3. 9. 1900 d. 30. 1. 1988, og Helga Guð- rún Jósefsdóttir húsfrú, f. 12. 7. 1901 og d. 22. 5. 1971. Guðmundur ólst upp íþrettán systkina hópi. Þann 15. febr. 1947 kvæntist Guðmundur fyrri konu sinni, Önnu Bjarnadóttur frá Öndverðarnesi í Grímsnesi. Guðmundur og Anna eignuðust 5 börn sem öll eru myndar-og dugnaðarfólk. Seinni kona Guðmundar er Helga Henrýsdóttir. Snemma varð Guðmundur athafnasamur, 11 ára hóf hann störf hjá Kaupfélagi Haganesvíkur, auk bú- starfa heima hjá sér. Guðmundur fór hefðbundna skólagöngu þeirra tíma en með harðfylgi lauk hann námi við Samvinnuskólann í Reykjavík sem vafa- laust varð honum gott veganesti í þann starfsvett- vang sem hann valdi sér. Eftir lokapróf frá Sam- vinnuskólanum hóf hann störf hjá samvinnuhreyf- ingunni og lengst af þar við Byggingavörudeiid Sambandsins eða þar til að hann stofnaði fyrirtækið Byggingavöruverslun Kópavogs (BYKO) ásamt mági sfnum, Hjalta Bjarnasyni. BYKO var ekki stórt í snið- um í upphafi, aðeins lítill skúr við Kársnesbrautina í Kópavogi, en fyrirtækið óx og dafnaði í höndum þessara útsjónarsömu manna. Guðmundur átti mörg áhugamál. Hann hafði góða söngrödd og söng með Tígulkvartettinum og einnig í Þjóðleikhúskórnum og með karlakórnum Fóstbræðr- um í mörg ár. Hann starfaði í Lionshreyfingunni en ræktun lands og þá helst skógræktin var hans stærsta áhugamál og má sjá verk hans á þeim grunni bæði hér í landi Kópavogs og í Skagafirði og e.t.v. víðar. Fyrir rúmum 30 árum fékk Guðmundur um 7 ha. spildu í landi Vatnsenda sem var stórgrýtt holt. Þarna hóf hann ræktun með konu sinni og börnum. Fyrst var ræktunin mest kartöflur og rófur sem bæði var til heimilisnota og selt. En síðar var tekið til að rækta skóg á þessu svæði með sama dugnaðinum. Á þessum tíma þótti mönnum þetta rpikil bjartsýni og sagði Guðmundur undirritaðri margar skemmtilegar sögur frá úrtölumönnum sem skoðuðu svæðið hjá honum. En í dag er þarna hinn vöxtulegasti skógur sem ræktaður var af miklum dugnaði og bjartsýni sem Guðmundur hafði svo mikið af. í febrúar árið 1998 færði Guðmundur og fjölskylda hans Skógræktarfélagi Kópavogs að gjöf þennan reit sem er um 7 ha. auk húsakosts. Félagið hefur nefnt þennan reit Guðmundarlund. Þessi höfðinglega gjöf er mikil Iyftistöng fyrir alla starfsemi félagsins og fyriralla útivistarunnendur á höfuðborgarsvæðinu. Guðmundarlundur var ekki eina svæðið sem Guð- mundur ræktaði, jörð hans á Minna-Grindli f Fljót- um ber vott um jafnmikla eljusemi. Á Minna-Grindli er kominn mikill skógur og skjólbelti og þar var hug- ur Guðmundar bundinn ræktuninni til hinstu stund- ar þrátt fyrir mikil veikindi. Guðmundur Halldór Jónsson var einn af stofnend- um Skógræktarfélags Kópavogs og mikill velunnari félagsins alla tíð. Guðmundur var gerður að heiðurs- félaga árið 1998. Áhugi Guðmundar á ræktun lands og lýðs var mikill. Undirrituð á þessum heiðurs- manni svo margt að þakka, óbilandi trú og traust á það sem ég gerði var gott veganesti til að halda áfram að gera Guðmundarlund að fallegu útivistar- svæði. Ég er afar þakklát fyrir að hafa kynnst slíkum heiðursmanni. Sigríður lóhannsdóttir SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000 125
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.