Skógræktarritið - 15.10.2000, Side 96
Fyrr og nu
SIGURÐUR BLÖNDAL
Öll sár gróa
Kannski er þetta of mikið sagt,
en stundum taka menn svona til
orða - til huggunar. Hér er lítil
saga af sárum á lerki, sem greru.
Sagan á að gefa þeim von, sem
eiga eftir að örvænta, þegar
lerkitrén þeirra særast af þeirri
ástæðu, sem nú skal greina.
ÍÁrsritinu 1976 birtist grein
eftir Jón Loftsson, sem þá var
aðstoðarskógarvörður á Hall-
ormsstað. Hún nefndist
„Skemmdirá lerki afvöldum
hreindýra". Ég gef nú Jóni orðið:
„Hreindýrabeit f skóglendi
hefir til þessa verið lítið vanda-
mál á Austurlandi, en nú er af
sem áður var. Síðastliðna þrjá
vetur, 1973, 1974 og 1975 hafa
hreindýr gert töluverðan usla í
ungum lerkiteigum á Héraði."
„Athugun þessi tekur til ný-
marka í Mjóaneslandi |í Skógum
á Héraðij".
„Hreindýra varð þarna fyrst
vart í janúar 1974. Milli 20 og 30
dýr héldu sig þá þarna f nærfellt
3 mánuði ... Þann 8. apríl var
þolinmæði manna þrotin. Var
þá stuggað við dýrunum og
tókst að koma það mikilli styggð
að þeim, að þau hurfu á brott."
„Veturinn 1975 er einhver sá
snjóþyngsti, sem komið hefir á
Héraði um árabil, en þá voru
70-80 dýr á svæðinu í að
minnsta kosti um mánaðar-
tíma."
Jón Loftsson kannaði um vor-
1975
Mynd nr. 1
ið skemmdir á um 6 km lengju
lands meðfram Lagarfljóti, þar
sem lerki var gróðursett á árun-
um 1965-1970. Hann skipti
landinu í 11 hluta, og kannaði
hlutfall bitinna trjáa á hverju
þeirra. Mest var bitið á ysta
svæðinu eða 30%. Svarthvítu
myndina (nr. I), sem hér fylgir,
tók Jón af þessu svæði vorið
1975. Þar gefur að ifta dapur-
lega sjón, og ekki að furða, þótt
Mynd nr. 2
92
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000