Skógræktarritið - 15.10.2000, Side 136
Frá opnun Ijósmyndasýningar. Sigurður Blöndal, fyrrv. skógræktarstjóri, Magnús |ó-
hannesson, form. S.Í., Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og Gísli Gestsson frá
Ljósmyndavörum ehf.
Frá Grundarreit í Eyjafirði. Súlur, „bæjarfjall" Akureyringa í baksýn.
þeim hætti eflt starfsemi sína í
héraði f almanna þágu.
Tillaga 3:
Aðalfundur Skógræktarfélags
íslands, haldinn f Menntaskólan-
um á Akureyri 25.-27. ágúst árið
2000, fagnar stefnumótunarvinnu
í skógræktarmálum sem nú fer
fram á vegum Landbúnaðarráðu-
neytisins. Beinir fundurinn þeim
tilmælum til landbúnaðarráð-
herra, að í nýju lagafrumvarpi um
skógrækt, sem lagt verður fyrir
Alþingi, verði tryggt að grundvöll-
ur skógræktarfélaga í landinu
verði ekki fyrir borð borinn. Nýtt-
ur verði samtakamáttur og þekk-
ing sem hin frjálsu félagasamtök
búa yfir.
Greinargerð: Núgildandi skóg-
ræktarlög eru að stofni til frá
1940. Síðan hefurorðið mikil
þróun og breytingar í skógræktar-
umhverfinu. Skógræktarfélögum
hefur vaxið ásmegin og nýir aðil-
ar lagt hönd á plóg í skógræktar-
starfinu. Má í því sambandi nefna
héraðsskógræktarverkefni, sveit-
arfélög, stofnanir, fyrirtæki og
einstaklinga. í Ijósi þessa og vax-
andi áhuga fyrir skógrækt er þörf
á að stjórnvöld setji sér markmið
og móti stefnu til framtíðar.
Brýnt er að sem flestir komi að
þeirri stefnumótunarvinnu
þannig að sem mest sátt ríki um
málefnið f þjóðfélaginu. Nauð-
synlegt er að ný lög um skógrækt
verði samin á grundvelli opin-
berrar stefnu í skógrækt og þjóni
þannig sem best tilgangi sínum.
Tillaga 4
(frá Skógræktarfélag Hafnar-
fjarðar og Kópavogs):
Aðalfundur Skógræktarfélags
íslands, haldinn f Menntaskólan-
um á Akureyri 25.-27. ágúst árið
2000, leggur áherslu á að fram
fari markviss kennsla f leik- og
grunnskólum landsins um gildi
skóga. Skipaður verði vinnuhóp-
ur til að skoða og fara yfir
kennsluefni, innlent og erlent,
sem til er og notað er til slíkrar
kennslu.
Greinargerð: Skóglendi á ís-
landi fara ört stækkandi sem
breytir ásýnd landsins og mögu-
leikum fólks til útiveru. Með vax-
andi skógum þarf að auka
fræðslu til almennings um gildi,
markmið og notkun skóga. Enn á
skógrækt hér á landi sér nokkurn
fjölda af úrtölumönnum.
Markviss fræðsla til barna er
ein leið til að breyta þeim við-
horfum.
Ungur nemur, hvað gamail
temur. Verkefni þar sem farið er
með börn í skóginn vetur, sumar,
vor og haust og þeim kennt á
leyndardóma og endalaus við-
fangsefni tengd skóginum myndi
stuðla að því að upp yxi kynslóð
sem þekkir skóginn og hefur af
honum bæði gagn og gleði.
132
SKÓGRÆKTARRITiÐ 2000