Skógræktarritið - 15.10.2000, Blaðsíða 99

Skógræktarritið - 15.10.2000, Blaðsíða 99
Fyrr og nú HALLDOR HALLDORSSON Við Elliðavatn Það er velþekkt orðatiltækið, að mynd segi meira en þúsund orð. Á því fræga ári 1968 var ég að leika mér með myndavél í ná- grenni við sumarþústað foreldra minna við Elliðavatn og tók þá nokkrar myndir. í dag eru mynd- irnar orðnar að gullmolum. Eina þeirra birti ég hér og aðra nýlega til samanburðar. Sumarbústaður- inn er nú kominn í mína eigu og bý ég í honum allt árið. Nánar til- tekið er hann á Vatnsendabletti nr. 45 og er við það svæði sem nokkuð hefur verið til umræðu vegna skipulagsmála. Árið 1968 var ég að vinna við endurbyggingu á bústaðnum og aðstoðuðu tveir kunningjar mínir mig við að flytja efni á staðinn. Ef litið er á eldri myndina þá er Finnbjörn Halldórsson vélstjóri til vinstri en undir stýri bifreiðarinn- ar er Gunnar Ólafsson, nú smiður á Akranesi. Gunnar er sonur Ólafs Marfussonar í P&Ó sem var fata- verslun í miðbæ Reykjavíkur í áraraðir. Glöggir menn muna eftir símanúmeri verslunarinnar en það má einmitt sjá á númera- plötu bílsins: R 12345. í dag er Ólafur hættur kaupmennsku en ræktar svo vel garðinn sinn í Hafnarfirði, að hann var m. a. til sýnis í garðaskoðun hjá Garð- yrkjufélaginu 1998. Eins og sjá má er verið að aka bílnum fram hjá hvarfi í veginum en svo skemmtilega vill til að annað hvarf er á myndinni en það eru suðurhlíðar Vatnsendahvarfs, sem m.a. blasir við fyrir ofan byggðina í Breiðholti í Reykjavík með útvarpsmöstur sín. Á nýrri myndinni, sem tekin er á sömu slóðum, hefur )ón Geir Pétursson skógfræðingur hjá S.í. stillt sér upp við hlið bílsins, sem Toyota-umboðið gaf Skógræktar- félagi íslands á 70 ára afmælinu í sumar. Ef myndirnar eru bornar sam- an, sést að byrjað er að planta sitkagreni til vinstri á eldri mynd- inni frá árinu 1968. Það hefur vax- ið vel og orðið að myndarlegum trjám, sem glöggt má sjá á nýrri myndinni frá árinu 2000. SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.