Skógræktarritið - 15.10.2000, Page 99
Fyrr og nú
HALLDOR HALLDORSSON
Við Elliðavatn
Það er velþekkt orðatiltækið, að
mynd segi meira en þúsund orð.
Á því fræga ári 1968 var ég að
leika mér með myndavél í ná-
grenni við sumarþústað foreldra
minna við Elliðavatn og tók þá
nokkrar myndir. í dag eru mynd-
irnar orðnar að gullmolum. Eina
þeirra birti ég hér og aðra nýlega
til samanburðar. Sumarbústaður-
inn er nú kominn í mína eigu og
bý ég í honum allt árið. Nánar til-
tekið er hann á Vatnsendabletti
nr. 45 og er við það svæði sem
nokkuð hefur verið til umræðu
vegna skipulagsmála.
Árið 1968 var ég að vinna við
endurbyggingu á bústaðnum og
aðstoðuðu tveir kunningjar mínir
mig við að flytja efni á staðinn. Ef
litið er á eldri myndina þá er
Finnbjörn Halldórsson vélstjóri til
vinstri en undir stýri bifreiðarinn-
ar er Gunnar Ólafsson, nú smiður
á Akranesi. Gunnar er sonur Ólafs
Marfussonar í P&Ó sem var fata-
verslun í miðbæ Reykjavíkur í
áraraðir. Glöggir menn muna eftir
símanúmeri verslunarinnar en
það má einmitt sjá á númera-
plötu bílsins: R 12345. í dag er
Ólafur hættur kaupmennsku en
ræktar svo vel garðinn sinn í
Hafnarfirði, að hann var m. a. til
sýnis í garðaskoðun hjá Garð-
yrkjufélaginu 1998. Eins og sjá
má er verið að aka bílnum fram
hjá hvarfi í veginum en svo
skemmtilega vill til að annað
hvarf er á myndinni en það eru
suðurhlíðar Vatnsendahvarfs,
sem m.a. blasir við fyrir ofan
byggðina í Breiðholti í Reykjavík
með útvarpsmöstur sín.
Á nýrri myndinni, sem tekin er
á sömu slóðum, hefur )ón Geir
Pétursson skógfræðingur hjá S.í.
stillt sér upp við hlið bílsins, sem
Toyota-umboðið gaf Skógræktar-
félagi íslands á 70 ára afmælinu í
sumar.
Ef myndirnar eru bornar sam-
an, sést að byrjað er að planta
sitkagreni til vinstri á eldri mynd-
inni frá árinu 1968. Það hefur vax-
ið vel og orðið að myndarlegum
trjám, sem glöggt má sjá á nýrri
myndinni frá árinu 2000.
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000
95