Skógræktarritið - 15.10.2000, Síða 128
MINNING
Jóhann Þorvaldsson
fyrrv. skólastjóri
F. 16. maí 1909 • d. 9. október 1999
Jóhann var Svarfdælingur að ætt og uppruna - fædd-
ur að Tungufelli í Svarfaðardal. Foreldrar: Þorvaldur
Baldvinsson, bónda á Böggvisstöðum Þorvaldssonar
og kona hans Sigríður Sigurðardóttir, bónda í Tungu-
felli Sigurðssonar.
Gagnfræðingur frá M.A. 1929, lauk kennaraprófi
1932.
Kenndi í Ólafsvík og á Suðureyri áður en hann kom
til Siglufjarðar 1938. Eftirlifandi kona hans er Friðþóra
Stefánsdóttir. Þau eignuðust 5 börn.
Eftir að lóhann kom til Siglufjarðar varð hann fljótt
virkur á hinum ýmsu sviðum félagsmála. Þótt hann léti
víða til sín taka hygg ég að einkum tvennt hafi verið
honum öðru hugleiknara - starf að bindindismálum
sem hann sinnti um áratugaskeið og skógræktarstarfið
sem átti svo mjög hug hans.
Tveimur árum eftir komu hans til Siglufjarðar er
Skógræktarfélag Siglufjarðar stofnað að forgöngu
Rotarymanna og er Jóhann kosinn gjaldkeri fyrstu
stjórnará stofnfundinum 6. október 1940.
Fyrstu tilraunir til skógræktar í Siglufirði gengu illa -
félagið hafði fengið landspildu úr Hólslandi og plantað
þar um nokkurra ára skeið með litlum árangri og orðið
fyrir ýmsum áföllum og var því hætt.
Margir töldu þá vonlaust að hér mætti rækta tré með
nokkrum árangri og því væri framhald á slíku bara sóun
á tfma og kröftum.
Ekki voru þó allir sammála þeirri fullyrðingu og allra
síst Jóhann Þorvaldsson. Hann tók þá við stjórn og for-
mennsku í Skógræktarfélagi Siglufjarðar 1948. Tveim
árum síðar fékkst nýtt svæði tii ræktunar í Skarðdals-
landi. Þar var hafist handa af miklum dugnaði og ekki
fengist um það þótt margir hristu höfuðið. Þá höfðu
og flestir um nokkuð annað að hugsa þar sem síldar-
ævintýrið var í algleymingi.
í þetta sinn gekk hinsvegar skógræktarævintýrið upp.
Þetta kostaði samt mikla vinnu og fyrirhöfn - trén
uxu hægt - þau urðu fyrir áföllum vegna fannfergis á
vetrum og harðrar veðráttu.
Trén uxu samt jafnt og þétt. Þetta tók allt sinn tíma
jú en, þetta var hægt og það skipti öllu máli.
lóhann lifði það að sjá þetta „fósturbam" vaxa og
dafna við harðan kost tii þess sem það er f dag.
Við blasir fallegt og skemmtilegt útivistarsvæði þar
sem hæstu trén ná allt að 10 metra hæð. Lagðir hafa
verið göngustfgar um hluta svæðisins þannig að auð-
velt er að komast um það enda fjölgar þeim stöðugt
sem heimsækja skógræktina f Skarðdal.
Hún er sannarlega lifandi minnismerki um einstaka
elju og þrautseigju við óblíðar aðstæður. Hann gat
glaðst yfir þeim árangri sem hafði náðst - hann var
með sjálfum sér stoltur af þessu verki, enda full
ástæða til.
Meðal skógræktarmanna var hann þekktur og virtur
fyrir störf sín og framgöngu. Að verðleikum hefur hann
hlotið ýmsar viðurkenningar bæði fyrir skógræktarstörf
og fleira.
Skógræktarfélag íslands gerði hann að heiðursfélaga
er hann varð áttræður og að sjálfsögðu var hann heið-
ursfélagi í sínu litla félagi, Skógræktarfélagi Siglufjarð-
ar.
Á efri árum fór Jóhann að fást nokkuð við vísnagerð í
tómstundum og var þeim vfsum safnað í lítið vísnakver
sem kom út á síðasta ári er hann varð níræður.
Um leið og honum eru færðar þakkir fyrir ómetanlegt
starf í þágu skógræktar í Siglufirði, fyrir seigluna sem
þurfti til að standast erfiðleikana, vitna ég til upphafs
kvæðis úr ljóðakveri hans þar sem viðhorf hans koma
vel fram. Kvæðið heitir „Verk að vinna - framtíðarsýn".
Græðum landið, græðum fólkið
græðum allt sem lífið ól.
Klæðum sandinn, klæðum hraunið
klæðum allt sem vantar skjól.
Blessuð sé minning lóhanns Þorvaldssonar.
Anton V. lóhannsson
124
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000