Skógræktarritið - 15.10.2000, Blaðsíða 132
Útdráttur úr fundargerð:
Föstudagur 25. ágúst
Fundarsetning og ávörp
Aðalfundurinn hófst kl. 9:00 ár-
degis á tónlistarflutningi þeirra
Örnólfs Kristjánssonar sellóleik-
ara og Helgu Steinunnar Torfa-
dóttur fiðluleikara.
Magnús jóhannesson, formað-
ur Skógræktarfélags fslands, setti
fundinn og minntist 70 ára af-
mælis Skógræktarfélags fslands.
Hann minntist einnig látins heið-
ursfélaga og eldhuga í skógrækt,
Jóhanns Þorvaldssonar frá Siglu-
firði. Fundarstjórar voru skipaðir
Magnús Stefánsson, Skógræktar-
félagi Eyfirðinga, og Guðrún
Þórsdóttir, Skógræktarfélagi
Reykjavfkur. Fundarritarar voru
kosnar Hólmfríður Árnadóttir,
Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar
og Guðrún Hafsteinsdóttir, Skóg-
ræktarfélagi Mosfellsbæjar.
Guðni Ágústsson landbúnaðar-
ráðherra flutti því næst ávarp.
Hann hvatti skógræktarmenn til
dáða og lét þá ósk f ljós að ríkis-
jarðir yrðu afhentar skógræktarfé-
lögum til eignar eða afnota. Vign-
ir Sveinsson, formaður Skógrækt-
arfélags Eyfirðinga, flutti næsta
ávarp og minnti m.a. á að þeirra
félag ætti einnig 70 ára afmæli á
þessu ári. )ón Loftsson skógrækt-
arstjóri flutti að lokum ávarp og
ræddi m.a. um að á síðasta ári
voru 100 ár síðan skipuleg skóg-
rækt hófst í landinu.
Afhending viðurkenninga
Næst á dagskrá var afhending
viðurkenninga. Magnús Jóhann-
esson formaður heiðraði fimm
forsvarsmenn fyrirtækja og þakk-
aði þeim mikil og góð störf fyrir
skógrækt í landinu. Þeir eru: Karl
Eiríksson, forstjóri Bræðranna
Ormsson. Fyrirtækið hefur m.a.
lagt verulegan stuðning í Land-
græðsluskóga. Stefán Pálsson,
bankastjóri Búnaðarbanka ís-
lands. Bankinn hefurstutt mjög
myndarlega við fræðslumál Skóg-
ræktarfélags íslands undanfarin 5
ár. Benedikt Ingi Elísson, for-
stöðumaður Eimskipafélags
íslands á Akureyri. Eimskipa-
félag íslands átti mestan þátt í
þvf að hleypa Landgræðsluskóga-
verkefninu af stokkunum. Páll
Samúelsson, stjórnarformaður
Toyota - Páll Samúelsson ehf.
Fyrirtækið stóð fyrir gróðursetn-
ingu í svonefnda Toyota-skóga
árið 1990 og hefur um árabil lán-
að Skógræktarfélagi íslands bif-
reiðar til afnota yfir sumarið. Á
afmælisfundi Skógræktarfélags
íslands, þann 27. júní sl. sýndi
Toyota-P. Samúelsson félaginu
þann mikla höfðingsskap að gefa
því nýja Toyota Landcruiser bif-
reið. Sigmundur Ófeigsson, fram-
kv.stj. Matbæjar, verslunardeildar
KEA, var fulltrúi Umhverfissjóðs
Verslunarinnar. Pokasjóður Um-
hverfissjóðs verslunarinnar er
langöflugasti styrktarsjóður skóg-
ræktarfélaganna og hefur verið
það um árabil. Öll skógræktarfé-
lög á landinu hafa notið góðs af
stuðningi sjóðsins. Guðni
Ágústsson landbúnaðarráðherra
afhenti forsvarsmönnum fyrir-
tækjanna veglegt skjal sem sér-
stakan þakklætisvott fyrir hönd
Skógræktarfélags íslands. Að
þessu loknu lék tónlistarfólkið
Helga Steinunn Torfadóttir fiðlu-
leikari og Örnólfur Kristjánsson
sellóleikari syrpu af íslenskum
lögum. Lokalagið var lag Atla
Heimis Sveinssonar: Eitt kvöld að
vori, sem hann tileinkar Skógrækt-
arfélagi fslands.
Skýrsla stjórnar
Næst á dagskrá var skýrsla
stjórnar. Formaður félagsins kynnti
þær ályktanir sem fram komu á 64.
aðalfundi á Laugarvatni árið 1999
og hvernig þær voru afgreiddar.
Önnur viðfangsefni stjórnar voru:
Héraðsfundir sem stjórnin
gekkst fyrir í öllum landshlutum.
Landshlutabundin skógræktar-
verkefni. Þau verða 3 og 1 fulltrúi
skógræktarfélaga frá hverjum
landshluta kosinn í stjórn þeirra.
Þeir eru Þorvaldur Böðvarsson,
Hvammstanga, í Norðurlands-
skógum: Eiður Thoroddsen, Pat-
reksfirði, f Skjólskógum á Vest-
fjörðum; Trausti Tryggvason,
Stykkishólmi, í Vesturlandsskóg-
um.
Samstarf við Landbúnaðar-
ráðuneytið.
70 ára afmæli Skógræktarfélags
íslands.
Húsnæðismál. Skógræktarfélag
fslands og Landvernd huga nú að
sameiginlegu framtíðarhúsnæði.
Landgræðsluskógar. Formaður
þess verkefnis er Ólafía lakobs-
dóttir. Úttekt stendur fyrir dyrum
en nú eru 10 ár liðin síðan verk-
efnið hófst.
Frægarðurinn í Taraldsoy.
Hann kann að verða mikið hags-
munamál fyrir skógrækt á íslandi.
Samráðsnefnd um stefnumót-
un í skógrækt. Nefndin mun skila
áliti fyrir áramót. )ón Geir Péturs-
son er fulltrúi félagsins.
„Fegurri sveitir" er samráðs-
hópur á vegum Landbúnaðar-
ráðuneytisins. Fulltrúi félagsins
var skipaður í nefndina.
Starfshópur Skógræktarfélags-
ins var skipaður til þess að ræða
nýtt frumvarp til laga um mat á
umhverfisáhrifum sem lá fyrir Al-
þingi.
Þjóðhöfðingjar heimsóttu
landið og forsetarnir frá Póllandi
og Eistlandi gróðursettu í Vina-
skóg á Þingvöllum.Ýmsar gjafir .
og styrki gerði Magnús líka að
umtalsefni.
Að lokinni skýrslu formanns
voru reikningar kynntir. Sigríður
lóhannsdóttir gjaldkeri ræddi um
þá. Hún sagði frá að breyting
hefði verið gerð á uppsetningu
ársreikninga.
128
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000