Skógræktarritið - 15.10.2000, Page 80

Skógræktarritið - 15.10.2000, Page 80
Köngull stafafuru. magni vegur sitkagreni þyngst með rúm 1000 kg. Næst eru rússa- og síbiríulerki með rúm 860 kg. í þriðja sæti er rauð- greni með tæp 400 kg, en mjög lítið hefir verið flutt inn af þeirri tegund sfðan árið 1971. Ekki hefir verið tekinn saman heildarfræþunginn í Fræskrá II. nema fyrir íslenska birkifræið, sem vegur hátt f 3.000 kg. í rauninni hefir það litla þýðingu að bera saman fræmagn ein- stakra tegunda eins og ljóst má vera af næstu málsgrein. Fræ/kg þús. Stærð og þyngd á fræi er mismunandi frá einni tegund til annarrar, en einnig getur verið mikill munur á fræ- þyngd einstakra kvæma innan tegunda frá ári til árs vegna mismunandi árferðis eða af öðrum ytri ástæðum. Það ligg- ur svo í hlutarins eðli, að þeim mun smærri og léttari sem ein- stök frækorn eru, þeim mun fleiri fræ rúmast f hverju kflói af fræi. Þær stærðir, sem eru notaðar til að gefa þessu tölu- legt gildi eru annaðhvort fræ/kg, sem oftast er gefið upp í þúsundum eða þyngd á 1000 fræjum, svonefnd þúsund korna vigt. Af þeim tegundum, sem eru í Fræskrá I. hefir lindifura stærst og þyngst fræ með 4-5.000 fræ/kg. Stafafura frá Skagway er með 380.000 fræ/kg, en fræ af sömu tegund og kvæmi, sem vaxið hefir f Skorradal er með 540.000 fræ/kg. í sitkagrenifræi frá Cordova í Alaska er fræ- fjöldinn 365.000 fræ/kg og sami fjöldi reyndist vera í fræi af sömu tegund og kvæmi frá Hallormsstað. í rússalerkisfræi frá ýmsum stöðum eru 75- 100.000 fræ/kg, en í síbiríulerki frá Altai 100-200.000 fræ/kg. Tölurnar fyrir sitkagreni- og stafafurufræ eru meðaltöl, en tölurnar fyrir lerkifræið gefa til kynna breytileika eftir ár um. í Fræskrá II. er birkifræið langléttast með 1,5-2 milljón fræ/kg. Hvftölur kemur næstur með 1,2 milljón fræ/kg og álmur með 36.000 fræ/kg svo tekin séu nokkur dæmi (N.P. Tulstrup. Skovfro 1952). Spír. %. Sá plöntufjöldi, sem fæst upp af 1 kg af trjáfræi, ræðst ekki einungis af því hver talan fræ/kg er. Þar skiptir mestu máli spírun fræsins, svo nefnd spírunarprósenta, en gæði fræsins hafa einnig mikla þýðingu í þessu samhengi. Frægæðin lýsa sér aðallega í spírunarhraða og plöntupró- sentu, þ.e.a.s. því, hve mörg spíruð fræ verða að plöntum. Ef tekið er dæmi af fræi með 100% spírun og fræi sömu tegundar með 20% spírun, sem er í rauninni lakara en spírun- arprósentan segir til um, þá þarf tífalt magn af síðara fræ- inu, ef plönturnar sem vaxa upp af því eiga að verða álíka margar og af fræinu með 100% spírun. Ef spírunin ein réði, þyrfti aðeins fimmfalt fræ- magn. 76 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2000
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.