Skógræktarritið - 15.05.2001, Blaðsíða 4
Nokkur orð frá ritstjóra
Fyrsta hefti Skógræktarritsins 2001 lítur dagsins Ijós í
sumarbyrjun, þegar annir ræktunarmanna eru í algleym-
ingi. Vonandi gefst sem flestum færi á að glugga í ritið,
sem að þessu sinni er með nýju útliti. Ytra útlit þlaðsins
hefur verið óbreytt sl. 10 ár. Lögð var áhersla á að kynna og
prýða síður ritsins með verkum okkar helstu klassísku mál-
ara, þar sem þeir hafa sett niður trönur sínar í íslensku
landslagi og fest skóga eða trjágróður á myndflötinn. Bæði
er það, að ekki er um auðugan garð að gresja í þessu sam-
bandi, en einnig er tímabært er að breyta til og huga að
nýjum viðfangsefnum. Að þessu sinni prýðir forsíðuna ljós-
mynd Gísla Gestssonar, tekin í Mörkinni á Hallormsstað sl.
sumar.
Annað, sem lesendur taka eftir, er hve ritið er efnismik-
ið. Það hefur raunar aldrei verið meira að vöxtum. Ástæða
þess er, að á liðnu hausti kom Þröstur Eysteinsson að máli
við mig og lýsti yfir áhuga á því að koma á framfæri efni,
sem flutt var á tveimur ráðstefnum á Akureyri 27.-30. júní
2000, Skógrækt handan skógarmarka, og samhliða þeirri
ráðstefnu var haldinn fundur NSSE (Nordic Subalpine-Sub-
arctic Ecology group), sem er norrænn sérfræðingahópur
um vistfræði birkiskógabeltisins. Þá þegar var afráðið að
verða við þeirri ósk, ella hefði það efni farið meira og
minna hjá garði þorra lesenda og skógræktaráhugamanna.
Vonandi er sú leið, sem hér hefur verið farin, vel til þess
fallin að vekja áhuga og veita mönnum innsýn í þær víð-
feðmu rannsóknir sem stundaðar eru í heiminum á nyrstu
endimörkum skóganna. Það ánægjulega er að innlegg okk-
ar íslensku sérfræðinga er fullkomlega sambærilegt við það
sem verið er að gera annars staðar í heiminum og sýnir að
við eigum frábæra vísindamenn á þessu sviði.
Skógræktarritið hefur leitast við að kynna iesendum
sínum eitt og annað fróðlegt er tengist skógrækt og ávallt
verið athvarf þeirra sem hafa frá einhverju markverðu að
segja. Haft hefur verið að leiðarljósi að bjóða upp á al-
mennan fróðleik og einnig hefur ritið verið áreiðanlegur
lendingarstaður fyrir fræðilegar greinar. Áfram verður hald-
ið á þeirri sömu braut. Ræktun þekkingar á sviði skógræktar
og umhverfismála er ekki síst mikilvæg þegar skógrækt er
vaxandi og æ meiri fjármunum er varið til þessa mála-
flokks.
Höfundar efnis í þessu riti:
Aðalsteinn Sigurgeirsson, Skoglig Dr.,
skógerfðafræðingur, forstöðumaður
Rannsóknastöðvar Skógræktar rfkisins, Mógilsá.
Edda Sigurdís Oddsdóttir, B. Sc., líffræðingur,
Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins, Mógilsá.
Guðmundur Halldórsson, lic.agro.,
skordýrafræðingur, Rannsóknastöð Skógræktar
ríkisins, Mógilsá.
GuðríðurGyða Eyj.ólfsdóttir, Ph.D.,
sveppafræðingur, Náttúrufræðistofnun íslands,
Akureyrarsetri.
Halldór Sverrisson, lic.agro.,
plöntusjúkdómafræðingur, Rannsóknastofnun
landbúnaðarins, Keldnaholti.
Hannes Flosason, myndskurðarmeistari.
Herdís Friðriksdóttir, skógfræðingur.
Hreinn Óskarsson, skógfræðingur,
Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins, Mógilsá.
|ón fsberg, hrl., fyrrv. sýslumaður.
Lárus Heiðarsson, skógfræðingur, Skógrækt
ríkisins, Egilsstöðum.
Magnús lóhannesson, formaður Skógræktarfélags
íslands.
Sigurður Blöndal, skógfræðikandídat, fyrrverandi
skógræktarstjóri, Hallormsstað.
Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri
Rannsóknarráðs íslands.
Þröstur Eysteinsson, Ph.D., trjákynbótafræðingur,
fagmálastjóri Skógræktar ríkisins, Egilsstöðum.