Skógræktarritið - 15.05.2001, Side 72
I. mynd. Hluti tilraunar í Kollabæ í
Fljótshlíð. Plönturnar voru gróðursettar
í miðju plægðrar rásar.
jarðvegur og gróðurfar eru mjög
ólík (I. og 2.mynd). Á báðum til-
raunastöðum voru rásir plægðar
með einskeraplógi og gróðursett
var í miðju rásanna með potti-
putki gróðursetningarstafnum
(geispa). Tilraunin hófst í júní
1998 með því að gróðursettar
voru eins árs (1/0) bakkaplöntur
ræktaðar í Fossvogsstöðinni-
/Barra hf. Þær tegundir og kvæmi
þeirra sem notuð voru í sunn-
lensku tilraununum, eru: ilmbjörk
(Betula pubescens Ehrh.) af kvæm-
inu 'Embla', sitkagreni (Picea
sitchensis (Bong.) Carr.) af Seward
kvæmi og stafafura (Pinus contorta
Dougl. Ex. Loud.) afTutshi Lake
eða Carcross kvæmi. Framleið-
andi furuplantnanna gat ekki
veitt upplýsingar um hvort
kvæmið hefði verið selt.
Áburði var dreift umhverfis
plönturnar á u.þ.b. 15-20cm
hringferil. Áburðarblandan
Gróska II (Áburðarverksmiðjan
hf.) var notuð f tilrauninni.
Gróska II er blanda af eingildu
ammóníum fosfati (9-42-0) á
auðleystu formi og Osmocote 32-
0-0 (Scotts & Sons Ltd.), þar sem
um helmingur köfnunarefnisins
er á seinleystu formi. Þrettán
grömmum af þessari blöndu var
dreift f kringum hverja plöntu.
Tilraunameðferðir voru: a) áburð-
argjöf við gróðursetningu, b) um
miðjan júlí, c) seint í ágúst og
d) ári eftir gróðursetningu. Engar
viðmiðunarplöntur, þ.e. plöntur
án áburðar, voru í tilrauninni.
Meginástæður þessa voru að
óþarft þótti að leita svara við
spurningunni um hvort munur
væri á lífi og vexti áborinna og
óáborinna plantna, þar sem nú
þegar hefur verið sýnt fram á að
áburðargjöf bætir líf og vöxt
(Hreinn Óskarsson o.fl. 1997).
Einnig var leitast við að draga
sem mest úr kostnaði og til-
raunaliðum því fækkað. Til að
gefa einhverja hugmynd um vöxt
og líf óáþorinna plantna verða
hér á eftir birt gögn um vöxt birk-
is úr annarri tilraun sem er við
hlið tímatilraunanna og var gróð-
ursett á nákvæmlega sama tíma
2. mynd. Tilraunasvæðið á Markar-
fljótsaurum áður en gróðursetning
hafði farið fram.
með samskonar birki og notað
var f hinni tilrauninni.
Tilraunin er blokkartilraun með
fjórum endurtekningum (blokk-
um). Meðferðum og tegundum er
raðað tilviljanakennt upp innan
blokkanna (Randomized block
design). 20 plöntur eru af hverri
meðferð innan blokkar, alis um
920 plöntur á hverjum tilrauna-
stað.
Líf, kal og frostlyfting var skráð
á öllum plöntum í tilrauninni.
Hæð, sumarvöxtur, mesta breidd
krónu, þvermál stofns við jarð-
vegsyfirborð, ásamt laufstærð
voru mæld á 25% tilraunaplantna
sem valdar voru af handahófi.
Tölfræðileg úrvinnsla var gerð á
gögnunum í forritinu SAS (Statis-
tical analysis system) með að-
ferðinni PROC MIXED sem er
fervikagreining með blönduðu
líkani (Little m.fl. 1996). Gögnun-
um hafði áður verið umbreytt svo
þau uppfylltu kröfur um normal-
dreifingu og einsleitni dreifna (e.
70
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2001 l.tbl.