Skógræktarritið - 15.05.2001, Blaðsíða 55

Skógræktarritið - 15.05.2001, Blaðsíða 55
4. mynd. Hæð hæstu trjáa í hverri röð. komið upp fyrir 6 m en er þó full- um tveim metrum lægra en hæstu sitka- og hvítgrenitrén. Þvermálsvöxtur og þar af leið- andi viðarvöxtur Raivolalerkisins var meiri en hjá Arkhangelsklerk- inu og greninu. Stafar það af því að sú röð myndaði jaðar og hafa trén því stærri krónur en hin. Eftir öðrum umhverfisþáttum Syðsta sitkagreniröðin (blokk 1) óx áberandi betur en aðrar raðir í tilrauninni og er nærtækasta skýringin nálægð við lerkiraðirnar tvær. Nyrsta rauðgreniröðin (blokk IV) vex reyndar einnig við hlið lerkis en sýndi ekki sama vaxtarauka. Þótt ekki væri nema um 5 m munur á hæð lands efst og neðst í tilrauninni var vaxtaraukning mikil þegar neðar dró í brekk- unni. Meðalhæð trjáa í tveimur neðstu röðunum þvert á blokk- irnar fjórar var nálægt þrefaldri meðalhæð trjánna f tveimur efstu röðum (5. mynd). Umræða og ályktanir Meðferð við gróðursetningu Vegna uppsetningar tilraunarinn- ar og truflandi umhverfisþátta er fátt hægt að álykta um áhrif mis- munandi meðferða við gróður- setningu. Munurinn á lifun milli trjáa sem fengu tilbúinn áburð og þeirra sem fengu hann ekki var umtalsverður. Hins vegar verður að teljast ósennilegt að áburður- inn hafi valdið auknum afföllum beint þar sem áburðarmagnið var lítið eða aðeins 1,4 g af hreinu köfnunarefni á plöntu (sjá Hreinn Óskarsson o.fl. 1997). Stóran hluta affallanna í blokkunum sem fengu tilbúinn áburð má skýra með miklum afföllum blágrenis. Hugsanleg skýring er að öflugur grastoppur hafi myndast við plönturnar sem fengu tilbúinn áburð og að blágrenið hafi annað hvort 'kafnað' í grasi eða að gras- ið hafi virkað sem einangrun frá útgeislun jarðar á frostnóttum og leitttil aukinna frostskemmda. Hvað varðar vöxt er hvorki hægt að greina á milli áhrifa húsdýraáburðar og tilbúins áburðar né milli þess að mylja bjúgskófluhnausinn eða hafa hann heilan. Þetta stafar af því að ekki er hægt að beita tölfræði við samanburð og af truflandi umhverfisáhrifum en ekki af því að það sé enginn munur. Hins vegar er nokkuð ljóst að allar áburðar- og jarðvinnslumeðferðir leiða til betri vaxtar en að gera ekkert og sá munur getur verið mjög mikill og er enn sjáanlegur eftir 32 ár. Tegundir Blágrenið var áberandi lakast hvað varðar lifun og vöxt. Kvæm- ið sem notað var, Sapinero, er úr mjög svipaðri hæð og önnur kvæmi frá Colorado sem notuð hafa verið hér, s.s. Rio Grande. 5. mynd. Meðalhæð í tveimur efstu röðum, tveimur röðum í miðjum reit og tveimur neðstu röðum í brekkunni þvert á allar grenitegundir. Reynsla í gróðrarstöðvum er sú að blágreni frá Colorado er við- kvæmt fyrir haustfrostum á unga aldri ekki síður en sitkagreni á meðan bæði hvítgreni- og rauð- grenikvæmin sem við notum eru harðgerari. Þetta dregur hvorki úr notagildi blágrenis sem garð- trés né í jólatrjáarækt en hinar tegundirnar eru betri kostir til timburskógræktar í innsveitum norðan- og austanlands. Sitkagreni kom best út, einkum vegna raðarinnar sem vex við hlið lerkisins. Hugsanlega hefur það einnig hjálpað til í sambandi við lifun að sitkagreniplönturnar voru 7 ára gamlar við gróðursetn- ingu eða tveimur árum eldri en blágrenið. Út frá þessari tilraun er þó ekki hægt að álykta að sitkagreni vaxi að jafnaði betur en hvítgreni eða rauðgreni í inn- sveitum norðan- og austanlands. Það á þvf ekki að útiloka neina þeirra í skógrækt á þessum slóð- um. Undanfarin ár hefur mun meira verið gróðursett af lerki og stafa- furu í timburskógrækt en af sitka- greni eða sitkabastarði, lítið hef- ur verið gróðursett af hvítgreni og nánast ekkert af rauðgreni. Þó er ljóst að hlutfall beinvaxinna trjáa er mun lægra hjá lerki og furu en hjá grenitegundunum, sérstak- lega miðað við hvítgreni og rauð- SKÓGRÆKTARRITIÐ 2001 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.