Skógræktarritið - 15.05.2001, Side 9
Mynd 6. Sjálfsáin tré og runnar. Þrest-
irnir sá reyni og rifsberjum.
að hopa (mynd 5). Plönturnar 1 ifa
takmarkaðan tíma og þegar mosi
og gras hafa lokað sverðinum ná
nýju fræin ekki að spfra en aðrar
tegundir taka við. Ýmsar tegundir
virðast vaxa sérstaklega vel í lúp-
ínumoldinni, t.d. öspin og margar
víðitegundir, að maður ekki tali
um reyni og berjarunna sem vaxa
af fræjum sem fuglar bera og
dreifa (mynd 6). Sumartegundir
þola lúpínujarðveginn hins vegar
illa og mynda veikar eða vanskap-
aðar rætur. Það virðist t.d. gilda
um furur. jafnvel birkið getur feng-
ið of mikið af því góða og fallið út
af, sérstaklega ef það hefur verið í
samkeppni við lúpínuna um birtu
á fyrstu vaxtarárunum. Berjarunn-
ar vaxa hratt en blöðin eru oft
dökkgræn og kryppluð af of miklu
köfnunarefni fyrstu árin.
Aðalatriðið er þó að lúpínan
hefur gjörbreytt jarðveginum á
jökulmelunum. Þarerkomin
mjúk og feit gróðurmold þar sem
áður var dauður leir og möl
(mynd 7). Sá jarðvegur er mor-
andi af lífi, ekki síst ánamöðkum
og ýmsum skordýrum, og mikil
lffræn framleiðsla er í gangi, bæði
mosi, gras og sjálfsáin tré, þ.á m.
gulvíðir, loðvíðir, viðja, birki,
reynir, sólber og rifs (mynd 8).
Fuglar sækja í lúpínuna skordýr
og ber og sennilega fiturík lúpínu-
fræin á haustin. Sama gildir um
hagamýsnar. Hrossagaukur og
þröstur kunna sérstaklega vel að
meta lúpínuna og eiga þar
dýrlega veislu langt fram á haust.
Þeim hefur stórfjölgað.
Ég tel því einhliða talningu og
niðurtalningu á tegundafjölda
háplantna á gróðursnauðum
melum til marks um áhrif lúpín-
unnar á lfffræðilega fjölbreytni
stórgallaðan og einhliða mæli-
kvarða á vistfræðileg áhrif henn-
ar. Áhrifin eru augljóslega einnig
mjög háð tíma og gróðurfram-
vindu til lengri tíma litið, Þar
Mynd 8. Rifsið hlaðið berjum í sumar-
lok. Veisla fram undan hjá þröstum.
Mynd 7. Jökulmelurinn orðinn að frjó-
samri mold.
með er ekki sagt að lúpína eigi
alls staðar erindi. Ályktanir sem
hafa verið dregnar og einhliða
áróður gegn lúpínu og innfluttum
tegundum byggður á þeim eru
ekki sæmandi þeim fræðimönn-
um sem gerst hafa forgöngu-
menn einhliða og afmarkaðrar
tegundar náttúruverndar. Ekki er
hægt að taka alvarlega þá tegund
náttúruverndar sem rökstudd er
með „verndun" svokallaðs líf-
fræðilegs fjölbreytileika, á landi
sem af þekkingarleysi og neyð
hefur verið eyðilagt af forfeðrum
okkar. Það var umhverfisslys á
heimsmælikvarða sem okkur ber
skylda að bæta fyrir. Öllum með
opin augun og til þekkja er ljóst
að líffræðilegur fábreytileiki en
ekki fjölbreytni - er gróðurfars-
legt megineinkenni þessa lands!
Meðal annars þess vegna hefur
það ekki þolað þá nýtingu sem á
það var lagt. Hins vegar sýnir
reynsla af ræktunartilraun tuttug-
ustu aldarinnar að með réttri
meðferð getur það borið margfalt
fleiri tegundir og gefið af sér
margfalda uppskeru á við það
sem gerist í dag, á meðan veður-
far versnar ekki hér á landi. Sið-
vitund mín mitt segir að okkur
beri fyrst og fremst skylda að
nota þekkingu okkar og reynslu
til bæta fyrir spjöll fyrri alda og
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2001 l.tbl.
7