Skógræktarritið - 15.05.2001, Blaðsíða 19
VIÐTAL
HANNES FLOSASON
SNORRI KARLSSON
tálguskáld
ekki til tfðinda,
þótt menn stundi sundíþrótt sér
til hressingar. í heita pottinum
taka menn gjarnan tal saman um
málefni lfðandi stundar. Eitt sinn
barst talið að tréskurðarlist og
sagðist þá einn pottverja hafa
stundað þá listgrein í frístundum
um langt árabil. Lauk svo þessari
pottdvöi að maðurinn bauð mér
að koma og líta á nokkur verka
sinna.
Þetta var Snorri Karlsson, tálgu-
skáld, sem býr í Kópavogi. Þegar
ég sá verkin, rifjaðist upp fyrir mér
sýning, sem haldin var á Kjarvals-
stöðum fyrir u.þ.b. 20 árum. Þar
voru þá sýnd nokkur af verkum
Snorra. Hreifst ég mjög af þeim og
hvatti nemendur mfna að missa
ekki af sýningunni. Engin deili
vissi ég þá á Snorra eða listverk-
um hans.
Tréskúlptúrar Snorra eru frjáls
formun í tré, íslenskt birki eða
aðrar viðartegundir. Fer einkar
vel á því að kalla þetta skáldverk
í tré, þvf að fyrirmyndir notar
Snorri ekki, heldur leyfir hug-
myndum að streyma í frjálsri
formsköpun. Þó alltaf undir
ströngum aga og yfirvegaðri
smekkvfsi. Birtan flæðir í gegn-
um verkin og Ijós og skuggar
brotna á hvössum brúnum.
Hann nefnir þessa vinnuaðferð
spuna, lfkt og þekkist í tónlist og
leiklist.
„Ég var sex ára, þegar faðir
minn gaf mér vasahníf," sagði
Snorri. „Þá voru aðrir tfmar og
algengt að drengir á þessum aldri
fengju slíkt verkfæri. Svo var
fundin spýta og hafist handa við
að tálga einhver form úr henni.
Síðan hef ég tálgað mér til
ánægju, og má segja að spýtan
og hnffurinn hafi ekki úr höndum
mér fallið eftir það."
Snorri var svo vinsamlegur að
lána mér nokkur verk til að sýna
nemendum mínum. Stóðu þau í
eina viku á kennsluverkstæðinu
og vöktu mikla aðdáun. Var þar
mikið spáð og spekúlerað, því
að verkin opnuðu fólkinu nýja
sýn á möguleikum þess að
forma tré.
Eins og sjá má á meðfylgjandi
myndum eru skúlptúrar Snorra
mjög persónulegir. Sköpunar-
krafturinn leynir sér ekki. Skoðun
þessara verka vekur áreiðanlega
löngun margra til að búa til
frjálsa skúlptúra í tré, þótt svona
verk séu á fárra færi.
Snorri Karlsson í vinnustofu sinni
Huldubraut 23, Kópavogi.
Snorri Karlsson:
„Hvítserkur" í vinnslu.
Efni: Tekk.