Skógræktarritið - 15.05.2001, Blaðsíða 28
í ljós þegar skoðuð eru gögn úr
asparklónatilraununum frá 1992-
93 (Aðalsteinn Sigurgeirsson
m.fl., óbirt gögn).
Samspil tilraunastaðar og klóns,
í lifun og hæð, var alls staðar
marktækt, jafnvel þegar saman
voru bornir tilraunastaðir innan
sama landshluta. Þessar niður-
stöður eru í samræmi við það
sem áður hefur komið í Ijós á
vesturströnd Bandaríkjanna. Þar
sýnir alaskaösp tiltölulega mikla
víxlverkun milli staðar og klóns
miðað við aðrar trjátegundir,
sem taka verður tillit til við
klónaval (Rogersm.fi. 1988).
Hvað snerti iifun, var hlutfall
breytileikans sem skýrðist af
klóni (11,5%) hærra en samspil
klóns og staðar (7,5%), og sama
var að segja um samsvarandi
tölur fyrir hæð (4,5 á móti 3,3%).
Af því má draga þá ályktun að
finna megi klóna sem dafnað
geta á öllum tilraunastöðum, en
einnig klóna hverra velgengni er
háð staðarvali. Mikilvægt er í
framtíðinni að beina leitinni að
þeim klónum sem eru „stöðugir"
(áreiðanlegir) og sýna ekki mikl-
ar sveiflur í aðlögun milli staða.
Einnig er vert að leggja aukna
áherslu á kynbætur sem miða
að bættri aðlögun (sbr. Aðal-
steinn Sigurgeirsson og Þor-
bergur Hjalti (ónsson 1999), t.d.
með þvf að sameina mismun-
andi eiginleika og kosti „norð-
lægra innlandsklóna’’ og „suð-
lægra strandkvæma” í afkvæma-
hópum.
ÞAKKARORÐ
Höfundurviil þakka jarðeigend-
um að Þrándarholti, Böðmóðs-
stöðum, Sauðárkrók og Vöglum á
Þelamörk fyrir afnot af landinu til
tilrauna og margháttaða aðstoð
við undirbúning þeirra. Sigvaldi
Ásgeirsson, Þórarinn Benedikz og
Árni Bragason fá þakkir fyrir þátt
sinn f skipulagningu og undir-
búningi verkefnisins. Þórður Jón
Þórðarson og Karl S. Gunnarsson
sáu um gróðursetningu, og Karl
hafði umsjón með gagnaöflun.
Fyrir það fá þeir bestu þakkir.
Rannsóknir þær sem hér segir frá
voru styrktar af sérstakri fjárveit-
ingu á fjárlögum íslenska ríkisins,
til s.k. „Iðnviðarverkefnis". Ingvar
Helgason hf. styrkti gagnaöflun í
sambandi við verkefnið.
SUMMARY
Data from a four-year old, four-
location clonal trial, comprising
in total 46 clones of black
cottonwood (Populus trichocarpa
Torr. & Gray), was analysed to
verify and quantify locations x
clones interaction and to identify
superior clones on the basis of
survival and height growth. At all
sites (two in north- and two in
south-Iceland), there were large
and significant differences be-
tween clones in survival. Differ-
ences in height between clones
were low, though highly signifi-
cant. Locations x clones interac-
tion was significant for survival
and height even when examined
on a pair-wise basis between
sites that were geographicaily
close. Variance components for
survival were 11,5% and 7,5%,
respectively, for clones and
location x clones interaction, and
for height they were 4,5 and 3,3%.
The results suggest that although
GEl interaction is an important
consideration forthe mana-
gement of the genetic resources
of black cottonwood in lceland, it
is possible to select clones with
high survival, growth and geno-
typic stability. Clones derived
from inland and transition areas
in Alaska (viz. Kenai Peninsula)
performed better in these trials
than clones from coastal areas of
South Alaska, which is probably
due to the trial sites being prone
to radiative frost damage during
the growing season.
26
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2001 l.tbl