Skógræktarritið - 15.05.2001, Blaðsíða 75
7. mynd. Meðalþvermál grenis og birkis við mismunandi tímasetningu áburðar-
gjafar á Markarfljótsaurum og í Kollabæ frá gróðursetningu vorið 1998 fram til ágúst
2000. Mælingar voru gerðar að hausti. Þvermál var ekki mælt á greni á Markarfljóts-
aurum árið 1999. Lóðréttar línur sýna 95% vikmörk.
bjallna, en afföll sökum þess geta
verið gríðarleg (Guðmundur Hall-
dórsson 1994). Plöntursem fá
áburð við gróðursetningu vaxa
betur og eru hærri og gildari en
plöntur sem fá áburð sfðar.
Tilraunin sýnir bersýnilega að
betra er að bera á birkiplöntur,
8. mynd. Birkiplöntur á Markarfljóts-
aurum eftir tvö vaxtarsumur: a) viðmið-
unarplanta og b) planta sem fékk
áburð við gróðursetningu. Sveppirnir
sem vaxa við hlið plöntunnar eru
sambýlissveppir / svepprætur af teg-
undinni Laccaria laccata.
hvort sem það er gert við gróður-
setningu, um mitt sumar, síð-
sumars, eða ári eftir gróðursetn-
ingu, heldur en að sleppa áburð-
argjöf alveg (8. mynd a og b).
Er mismunur ísvörun milli
trjátegunda?
Sökum mikilla affalla á stafafuru
og mislukkaðrar tilraunar á
Végeirsstöðum er aðeins hægt að
svara þessari spurningu fyrir
sitkagreni og birki. Birki gefur mun
betri svörun en sitkagreni og gæti
það skýrst af eðlislægum mun á
tegundum, þ.e. birki er
frumherjategund og vex vei í æsku
þegar Ijós og næring eru ekki
takmarkandi þáttur, en greni er
hástigsplanta og vex hægt í æsku
og hámarkar vöxt sinn síðar f lot-
unni.
ÞAKKARORÐ
Verkefnið er hluti af stærra verk-
efni „Áhrif áburðargjafa á líf og
vöxt trjáplantna" sem styrkt er af
Tæknisjóði Rannís, Framleiðni-
sjóði landbúnaðarins og Norrænu
ráðherranefndinni (Samstarfs-
nefnd um norrænar skógræktar-
rannsóknir). Áburðarverksmiðjan
hf. veitti fjárstyrk til verkefnisins.
Ingvar Helgason hf. hefur lánað
bifreið til afnota fyrir verkefnið yfir
sumarmánuðina. Landeigendur á
Búlandi, Miðhjáleigu ogVoð-
múlastöðum í Landeyjum lána
land sitt til tilraunanna, ásamt
Háskólanum á Akureyri sem léði
land á Végeirsstöðum. Fjölmargir
aðrir, s.s. starfsmenn Skógræktar
ríkisins og Rannsóknastöðvar
Skógræktar á Mógilsá, hafa komið
að framkvæmd og úttektum á til-
raununum. Guðmundur Halldórs-
son og Aðalsteinn Sigurgeirsson
lásu handritið yfir. Eru öllum
þessum aðilum færðar bestu
þakkir fyrir aðstoðina.
SUMMARY
In 1998 a trial was established,
where the effect of different
timing of fertilizer application
was tested. The aim of the trial
was to answer the following
questions.
1) Which timing of fertilizer
application gives the best sur-
vival and growth;
a) fertilization at time of
planting (in June),
b) in the middle of July,
c) late August or,
d) one year after planting?
2) Do the four tree species;
downy birch (Betula pubescens
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2001 l.tbl
73