Skógræktarritið - 15.05.2001, Blaðsíða 49
8 ■
c c 3 u ! T I I T I ||
<© X , -JilíL ií.mi
1 inniiiiiii
<•< ^ Ns ^ V' J- y' >S ^
Klónn
6. mynd. Ryð á 19 innlandsklónum af
ösp. Skástrikaðarsúlureru aspirsem
eiga ættir að rekja til plantna sem voru
aldar upp af fræi sem safnað var við
Gilsbakkaveg og Oddagötu á Akureyri
sumarið 1979. Lóðréttar línur sýna
staðalfrávik.
legur. Pannig er til að aspir sem
hafa mikinn vaxtarþrótt geti haft
lélegan viðnámsþrótt gegn skað-
völdum. Þetta orsakast væntan-
lega af því að orka trésins sé fyrst
og fremst nýtt til vaxtar á kostnað
varnarefnaframleiðslu. Einnig er
velþekkt að tré sem þrífast illa
eigi erfitt með að verjast sjúk-
dómum. Því var kannað hvort ryð-
einkunn klóna væri háð vaxtar-
getu og lffsþrótti þeirra. Þetta var
gert með því að bera hæð og lifun
klóna haustið 1999 saman við
ryðeinkunn þeirra haustið 2000.
Ekki virtist vera neitt samband á
8. mynd. Samband milli meðalhæðar
klóna, mælt haustið 1999, og út-
breiðslu ryðs haustið 2000.
milli ryðeinkunnar og hæðar
klóna (8. mynd) né milli ryðein-
kunnar og lifunar klóna (9. mynd).
Þannig er það ýmist að klónar
sem eru Iftið ryðsæknir vaxi vel
eða illa og lifi vel eða illa. Til
dæmis var 'Sælandsösp' með
lága ryðeinkunn og er yfir meðal-
lagi hvað lifun og vöxt áhrærir.
Hinsvegar var sá klónn sem var
með lægsta ryðeinkunn, þ.e.a.s.
83-14-020, undir meðallagi í vexti
og lifun.
Ekki er hægt að segja annað en
að þessar frumniðurstöður lofi
góðu. í því klónasafni af alaska-
ösp sem þegar er í tilraunum hér
á landi virðist vera mikill breyti-
leiki hvað mótstöðuþrótt gegn
asparryði áhrærir. Enginn klónn
virðist þó vera fullkomlega
ónæmur fyrir þessum sjúkdómi,
enda er það ekki eins æskilegt og
ætla mætti í fljótu bragði. Kyn-
bætur á ösp í Evrópu, þar sem
asparryð er verulegt vandamál,
snúast að verulegu leyti um að
7. mynd. Ryð á 18 strandklónum af
ösp. Skástrikaðarsúlureru aspiraf
klóninum ‘Laufey' og fjórum klónum
sem komnir eru af fræi af 'Laufey' sem
safnað var
sumarið 1983. Lóðréttar línursýna
staðalfrávik.
finna klóna sem hafi nægan við-
námsþrótt gegn þessum sjúk-
dómi. í fyrstu beindust kynbætur
að því að finna klóna sem væru
algjörlega ómóttækilegir fyrir
ryði, en sú aðferð gafst illa þar eð
fljótlega komu fram nýir stofnar
sveppsins sem þessar kynbættu
aspir stóðu berskjaldaðar gegn.
í seinni tíð hafa menn því ein-
beitt sér að því að finna aspar-
klóna sem hafi mikinn mótstöðu-
þrótt, en eru ekki fullkomlega
ónæmir. Þær frumniðurstöður
sem hér liggja fyrir benda til þess
að hérlendis sé úr töluverðum
9. mynd. Samband milli lifunar klóna,
mælt haustið 1999, og útbreiðslu ryðs
haustið 2000.
6 *
♦ ♦ *
c c 3 * ♦ ♦ ♦ • ♦ ♦
‘3 «o X ♦ * . • ♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Meðalhæð (cm)
5 0 60 70 80 90 100 110 120 130
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2001 l.tbl.
47