Skógræktarritið - 15.05.2001, Blaðsíða 64
við höfum reynt. Raunar skortir
rannsóknir á sókn hrossa í trjá-
lauf (sbr. viðauka).
Þess skal getið, að við höfum
haldið skjólbeltunum við með
árlegri áburðargjöf (venjulega
Græðir 6 eða 7) og munum gera
svo enn um sinn.
Brekkan
Haustið 1987 fengum við með
okkur austur skrúðgarðyrkju-
meistara til þess að reyna að
skipuleggja gróður í sandbrekk-
unni ofan bústaðarins. Úr varð að
hafa þar eina 16-18 víðilundi með
15-40 plöntum hvern og með það
fyrir augum, að þeir gætu síðar
vaxið saman líkt og í náttúrlega
heild. Við hófumst einnig handa
við þetta sumarið 1988.
Eftir þessari grófu skissu sett-
um við upp 10 lundi með nokkuð
mismunandi loðvíði(Salix lanata) í
brekkunni þannig, að þrfhyrna var
opin upp brekkuna frá miðjum
bústaðnum. Neðarlega íþríhyrn-
una settum við jarðlægan fjalla-
víði (Salix arctica) ásamt umfeðm-
ingi (Vicia cracca) með það í huga,
að víðirinn og umfeðmingsgrasið
yxi upp þríhyrnuna. Allra neðst
settum við svo lund með eini
(Iuniperus communis).
Loðvíðinum hefur farnast mjög
misjafnlega vel. Hann er greini-
lega mjög mismunandi næmur
gegn maðki og kali. í hretinu
snemma í júní 1997, þegar jörð
náði að hvftna um stund, létu
flestir lundirnir á sjá, en einn þó
áberandi mest. Hæsti lundurinn
er nú orðinn rúmlega 1,5 m á
hæð (mynd 3), og þeir ná nú
orðið sums staðar saman.
Sitt hvorum megin við loðvfði-
lundina settum við svo alls sjö
lundi, fjóra með myrtuvíði (Salix
myrsinites) og þrjá með bjartvíði
(Salix candida) og loks einn með
lappavíði (Salix lapponum). Lappa-
víðirinn er nú í grennd við vöxtu-
legt birki og hefur aldrei vaxið
betur en í sumar.
Eins og margir hafa haldið
fram er bjartvíðir meðal fegurstu
víðitegunda, þegar vel tekst til.
Okkar reynsla af honum er því
miður nokkuð á sömu lund og
lóhann Pálsson lýsir í grein sinni
í Skógræktarritinu 1997 (hann
segir, að honum hætti sunnan-
lands „til að fara of snemma af
stað á vorin og lætur þá á sjá ef
síðbúin vorhret skella á").
Myrtuvíðir - Vanmetin
víðitegund?
Myrtuvíði kelur næstum ekki og
þurrkur bítur lítið eða ekki á
hann, né skordýr eða sveppir svo
að teljandi sé. Þar að auki myndar
Mynd 1. Ysta röð fimmlaga viðjuskjól-
beltis á útjaðri ræktunarsvæðisins
skammt vestan við akveginn að sumar-
bústaðnum. Við staurinn til vinstri á
myndinni eru oft festir hestar til þess
að leggja á þá reiðver. Engu að síður er
laufið óbitið að kalla.
myrtuvíðir fallegar og þéttar
breiður, er kæfir allt gras eða
aðrar jurtir, sem upp kunna að
koma f lundum (mynd 4). Þá
hefur myrtuvíðir áberandi ilm,
sem er mestur síðsumars eða á
haustin, þegar laufið er að skipta
um lit og verða brúnt (myrtuvíðir
fellir laufið fyrst að vori, þegar
Mynd 2. Vatnstunna undir
marglaga alaskavíðibelti (Gústa) á
útjaðri ræktunarsvæðisins skammt
austan við akveginn að sumar-
bústaðnum. Hrossin koma oftast
nokkrum sinnum á dag að tunnunni að
fá sérað drekka. Þau „klippa" að því
loknu alaskavíðinn og éta hann með
sýnilegri velþóknun. Skjólbeltin á
myndum I og 2 eru íbeinu framhaldi
hvort af öðru og einungis vegurinn að
bústaðnum er á milli.
hann laufgast á ný). Ilmur þessi er
a.m.k. á stundum eins og birki
hafi verið brennt í ofni og hann
sérstaklega mikill í góðviðrinu nú
f haust.
f yfirlitsgrein sinni um vfði og
víðiræktun á íslandi í Skógrækt-
arritinu 1997 telur Jóhann Páls-
62
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2001 l.tbl.