Skógræktarritið - 15.05.2001, Side 64

Skógræktarritið - 15.05.2001, Side 64
við höfum reynt. Raunar skortir rannsóknir á sókn hrossa í trjá- lauf (sbr. viðauka). Þess skal getið, að við höfum haldið skjólbeltunum við með árlegri áburðargjöf (venjulega Græðir 6 eða 7) og munum gera svo enn um sinn. Brekkan Haustið 1987 fengum við með okkur austur skrúðgarðyrkju- meistara til þess að reyna að skipuleggja gróður í sandbrekk- unni ofan bústaðarins. Úr varð að hafa þar eina 16-18 víðilundi með 15-40 plöntum hvern og með það fyrir augum, að þeir gætu síðar vaxið saman líkt og í náttúrlega heild. Við hófumst einnig handa við þetta sumarið 1988. Eftir þessari grófu skissu sett- um við upp 10 lundi með nokkuð mismunandi loðvíði(Salix lanata) í brekkunni þannig, að þrfhyrna var opin upp brekkuna frá miðjum bústaðnum. Neðarlega íþríhyrn- una settum við jarðlægan fjalla- víði (Salix arctica) ásamt umfeðm- ingi (Vicia cracca) með það í huga, að víðirinn og umfeðmingsgrasið yxi upp þríhyrnuna. Allra neðst settum við svo lund með eini (Iuniperus communis). Loðvíðinum hefur farnast mjög misjafnlega vel. Hann er greini- lega mjög mismunandi næmur gegn maðki og kali. í hretinu snemma í júní 1997, þegar jörð náði að hvftna um stund, létu flestir lundirnir á sjá, en einn þó áberandi mest. Hæsti lundurinn er nú orðinn rúmlega 1,5 m á hæð (mynd 3), og þeir ná nú orðið sums staðar saman. Sitt hvorum megin við loðvfði- lundina settum við svo alls sjö lundi, fjóra með myrtuvíði (Salix myrsinites) og þrjá með bjartvíði (Salix candida) og loks einn með lappavíði (Salix lapponum). Lappa- víðirinn er nú í grennd við vöxtu- legt birki og hefur aldrei vaxið betur en í sumar. Eins og margir hafa haldið fram er bjartvíðir meðal fegurstu víðitegunda, þegar vel tekst til. Okkar reynsla af honum er því miður nokkuð á sömu lund og lóhann Pálsson lýsir í grein sinni í Skógræktarritinu 1997 (hann segir, að honum hætti sunnan- lands „til að fara of snemma af stað á vorin og lætur þá á sjá ef síðbúin vorhret skella á"). Myrtuvíðir - Vanmetin víðitegund? Myrtuvíði kelur næstum ekki og þurrkur bítur lítið eða ekki á hann, né skordýr eða sveppir svo að teljandi sé. Þar að auki myndar Mynd 1. Ysta röð fimmlaga viðjuskjól- beltis á útjaðri ræktunarsvæðisins skammt vestan við akveginn að sumar- bústaðnum. Við staurinn til vinstri á myndinni eru oft festir hestar til þess að leggja á þá reiðver. Engu að síður er laufið óbitið að kalla. myrtuvíðir fallegar og þéttar breiður, er kæfir allt gras eða aðrar jurtir, sem upp kunna að koma f lundum (mynd 4). Þá hefur myrtuvíðir áberandi ilm, sem er mestur síðsumars eða á haustin, þegar laufið er að skipta um lit og verða brúnt (myrtuvíðir fellir laufið fyrst að vori, þegar Mynd 2. Vatnstunna undir marglaga alaskavíðibelti (Gústa) á útjaðri ræktunarsvæðisins skammt austan við akveginn að sumar- bústaðnum. Hrossin koma oftast nokkrum sinnum á dag að tunnunni að fá sérað drekka. Þau „klippa" að því loknu alaskavíðinn og éta hann með sýnilegri velþóknun. Skjólbeltin á myndum I og 2 eru íbeinu framhaldi hvort af öðru og einungis vegurinn að bústaðnum er á milli. hann laufgast á ný). Ilmur þessi er a.m.k. á stundum eins og birki hafi verið brennt í ofni og hann sérstaklega mikill í góðviðrinu nú f haust. f yfirlitsgrein sinni um vfði og víðiræktun á íslandi í Skógrækt- arritinu 1997 telur Jóhann Páls- 62 SKÓGRÆKTARRITIÐ 2001 l.tbl.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.