Skógræktarritið - 15.05.2001, Blaðsíða 53
1. mynd. Blágreni er fallegt en það
stenst hinum tegundunum ekki snún-
ing í vexti. Mynd: Þ.E. 2000.
var þursaskeggsmói, sem er mjög
rýrt þurrlendi og einkum talið
henta lerki en alls ekki greni.
Notaðar voru 4 grenitegundin
Sitkagreni (Picea sitchensis (Bong.)
Carr) frá Homer í Alaska, blágreni
(P. engelmannii (Parry) Engelm.)
frá Sapinero í Colorado (1.
mynd), hvítgreni (P. glauca
(Moench) Voss) frá Summit Lake
í Alaska og rauðgreni (P. abies (L.)
Karst.) kvæmi óvisst en þrír stað-
ir á svipuðum slóðum í N-Noregi
koma til greina. Til hliðar við
grenitilraunina voru tvö rússa-
lerkikvæmi (Larix sukaczewii Dylis)
gróðursett, Raivola og Arkhang-
elsk. Plönturnar voru berrótar-
plöntur frá gróðrarstöðinni á
Hallormsstað á aldrinum 2/2
(lerkið), 2/3 (blágrenið og rauð-
grenið), 3/3 (hvítgrenið) og 2/5
(sitkagrenið).
Grenið var gróðursett í fjórar
blokkir og var bjúgskófla notuð
við gróðursetningu. lnnan hverrar
blokkar voru fjórar 25-trjáa raðir,
þ.e. ein röð með hverri greniteg-
und, gróðursettar upp eftir brekk-
unni. Gróðursett var með eins
metra millibili eða sem samsvar-
ar 10.000 tré á ha og reiturinn
hefur aldrei verið grisjaður.
Blokkirnar liggja samhliða þvert á
þrekkuna, blokk I syðst og blokk
IV nyrst.
Hver blokk fékk sína áburðar-
meðferð: Plönturnar í blokk I
fengu allar 10 g af garðáburði
(N:P:K 14:18:18), í blokk II fengu
plönturnar einn hnefa af
húsdýraáburði og þar var
bjúgskófluhnausinn mulinn
(jarðvinnsla), blokk 111 var viðmið-
unin og fengu plönturnar þar
hvorki áburð né jarðvinnslu og í
blokk IV fengu plönturnar 10 g af
garðáburði og hnefa af skít og
þar var hnausinn einnig mulínn.
Tvær 25-trjáa raðir af lerki voru
gróðursettar sunnan við syðstu
röð í blokk I; kvæmið Arkhangelsk
næst greninu og fékk hver planta
10 g af garðáburði og þar fyrir
sunnan kvæmið Raivola en þar
fékk hver planta hnefa af mold úr
græðireit í gróðrarstöð. Lerkið
var gróðursett með eins metra
bili innan raða en 1,5 m milli
raða. Fyrir sunnan Raivola lerkið
var gróðursett broddfura sem óx
mun hægar, þannig að Raivola
lerkið myndar í raun skógarjaðar.
(Sigurður Blöndal 1995 úrdag-
bók )óns Jóseps Jóhannessonar).
í grein Sigurðar frá 1995 er að
finna uppdrátt af tilraunarskipu-
laginu úr dagbók Jóns Jóseps.
Árið 1966 var svo Ierki gróður-
sett fyrir neðan tilraunina og
norðan við hana þannig að
grenið varð umkringt lerki á þrjá
kanta. Árið 1985 var svo lerki
gróðursett ofan við tilraunina.
Sumarið 1997 mældi Herdís
Friðriksdóttir grenitilraunina auk
lerkiraðanna tveggja sunnan við
hana. Mæld voru hæð og þver-
mál f brjósthæð á hverju tré. Auk
þess var lifun skráð. Viðarmagn
var reiknað út frá eftirfarandi lík-
önum:
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2001
51