Skógræktarritið - 15.10.2014, Qupperneq 8

Skógræktarritið - 15.10.2014, Qupperneq 8
SKÓGRÆKTARRITIÐ 20146 Sigurður lét sér sérstaklega annt um áhugamanna- félögin innan Skógræktarfélags Íslands. Hin árlegu skógræktarþing og Ársrit Skógræktarfélagsins voru áhrifaríkur farvegur fyrir fræðslu og hvatningu frá honum. Sigurður var einstaklega ötull á ritvellinum og skráði jafnframt með ljósmyndun alla þætti þróunar í skógrækt á hans tíð, bæði líffræðilega þætti og tæknilega, enda jafnan með myndavélina framan á sér þar sem hann gekk um. Hann rakti svo sögu skógræktar á Íslandi frábærlega vel í máli og myndum með aðstoð Skúla Björns Gunnarssonar í bókinni Íslandsskógar - Hundrað ára saga sem kom út 1999. Skógræktarþingin verða mörgum skógræktarmönnum minnisstæð ekki síst vegna framlags Sigurðar á þeim árum sem hann sótti þau. Þar voru haldnar innblásnar ræður, blaðalaust, og farið í fræðandi skoðunarferðir undir leiðsögn staðkunnugra, sem oft var krydduð leiftrandi athugasemdum hugsjónamannsins Sigurðar, blönduðum húmor og glaðværð. Síðast en ekki síst var samhugurinn efldur með tærum veigum og söng - hinni sönnu Skógarmannaskál - sem sunginn var í grænum lundum framtíðarvona - um land allt! Sigurður var í nánari tengslum við landið, menningu þess og náttúru en gengur og gerist. Hann kom auga á hið sérstæða sem flestum yfirsást og nýtti það til að opna hugi fólks og miðla þekkingu sinni. Þar naut sín sagnamaðurinn Sigurður. Margar sögur eru t.d. af svörum Sigurðar um tilvist Lagarfljótsormsins sem hann eitt sinn taldi sig sjá ljóslifandi. Ég upplifði eina slíka. Fyrir um 20 árum var haldinn á Hallorms- stað fundur SNS, Norrænnar samstarfsnefndar um skógræktarrannsóknir. Norrænu rannsóknarráðin áttu aðild að þessu og ég sótti fundinn fyrir hönd Rannsóknaráðs Íslands. Sigurður Blöndal var að sjálf- sögðu leiðsögumaður á skógargöngu og lék á alls oddi að venju. Að lokinni fróðleiksferð um skóginn var slegið upp skógarmannamóttöku í Guttormslundi. Þegar hæfileg stemning var risin bað einhver Sigurð að segja frá því þegar hann sá Lagarfljótsorminn. Það gerði Sigurður með tilþrifum á sinni góðu norsku og lýsti – „ ...hvordan ormens rygg hevet sig op fra vandfladen og tvistet sig op over floden - og jeg kunne fölge den helt indtil den forsvandt - netop der bakom næsset!“. Erlendu gestirnir hlustuðu á þetta bergnumdir. Eftir nokkra þögn spyr dr. Viggo Mohr, afar varkár norskur lífefnafræðingur og þá yfir- maður lífvísinda og líftækni hjá Norska rannsókna- ráðinu: „ -....og tror du virkelig at du så ormen?“. Sigurður leit sposkur á Norðmanninum og svaraði: „Ja, - dette er nu akkurat som at spörge om man virkelig tror på skogrejsning i Island!“. Frásagnar- gleði Sigurðar og viðbrögð gesta við svarinu náðust á mynd en það var ekki spurt frekar út í Orminn! Þannig náði Sigurður til fólks. Þannig upplifði ég samskiptin við hann og nú er ekki annað eftir en þakka allt sem hann veitti mér og mínum líkum. Minnismerkin blasa við um allt land í ungum skógum nýrrar aldar. Tré er í flestum trúarbrögðum heimsins máttugt tákn fyrir eilífðina og samhengi lífsins. „Plantaðu tré og þú eignast hlutdeild í eilífðinni“ segir ein- hversstaðar. Þótt Sigurður hafi ekki verið trúaður á tilvist Himna- ríkis getum við raunhyggjufólk alveg leyft okkur að vona að það verði endurfundir - þó það verði ekki nema í smásveiflum á bylgjum ómsins frá Mikla- hvelli sem enn er hægt að hlusta á - eða inni í öllu því ósýnilega efni og orku sem samkvæmt núverandi viðtekinni heimsmynd stjarneðlisfræðinnar fyllir alheiminn allt að 95% . En enginn getur séð þetta af því það liggur einfaldlega utan við þann raunheim sem við getum mælt. Þetta efni er þó uppspretta þyngdaraflsins sem heldur alheiminum saman og ræður þróun hans! Eilífðin er raunvísindunum órannsakanleg og þau geta heldur engu svarað um tilgang lífsins. Samt trúum við flest á tilgang þess. Tilgangurinn er lífið sjálft! Í auðmýkt okkar gagnvart hinu óræða biðjum við almættið að blessa og geyma minninguna um Sigurð Blöndal! Vilhjálmur Lúðvíksson Nestor Sigurður fræðir aðalfundargesti árið 2007, m.a. heiðursfélaga Skógræktarfélags Íslands, Óla Val Hansson og Vigdísi Finnbogadóttur. Mynd: BJ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.