Skógræktarritið - 15.10.2014, Blaðsíða 19

Skógræktarritið - 15.10.2014, Blaðsíða 19
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2014 17 Kort danskra landmælingamanna af Arnarholti Árið 1910 unnu danskir landmælingamenn við land- mælingar í Stafholtstungum. Það er langt í frá eina verk þeirra hér á landi, því dönsku landmælingamenn- irnir unnu hér mikið afrek í því að gera nákvæmt landmælinganet og kortaútgáfu af Íslandi á árunum 1900 til 1940, en það er önnur saga. Kortið sem þeir teiknuðu af Arnarholti og Hlöðutúni hefur varðveist. Gróðursetningin er merkt inn á kortið með örnefninu Lundur (með stórum staf ). Hægt er að nálgast kortið á vef Landmælinga Íslands4. Umhirða um trén til síðustu ára Eins og fram kom í lýsingu Einars Helgasonar hér að framan var hugsað vel um trén í Lundinum. Hann var víggirtur sem merkir að gaddavír var notaður í girðinguna, en notkun á gaddavír hófst snemma á 20. öldinni. En mennirnir stjórna ekki veðrinu. Frosta- veturinn 1918 fór illa með Lundinn og við höfum eftir Önnu Brynjólfsdóttur að mörg tré hafi drepist en komið upp af sömu rót. Af þeim trjám sem voru gróðursett í upphafi eru enn í Lundinum barrfellir, sem við nú köllum lerki, reyniviður og birki en ekkert bólar á fjallafurunni. Ábúendur í Arnarholti hugsuðu vel um Lundinn og hlúðu að trjánum. Haft er eftir Torfa Hjartarsyni, syni Hjartar og Ragnheiðar sem tóku við Arnarholti eftir Sigurð Þórðarson, að hann hafi gróðursett í Lundinn „í staðinn fyrir það sem drapst”. Ekki er vitað hvaða trjátegundir. Ábúendur eftir Hjört og Ragnheiði, þau Guðmundur og Anna, Sævar og Sólveig, héldu ávallt við girðingunni kringum Lundinn en eftir að lausa- ganga búfjár var ekki lengur viðhöfð í Arnarholti var girðingin fjarlægð. Trjánum í Lundinum hefur fækkað vegna þess að lerki hefur brotnað í snörpum vindum. Nokkrar myndir eru til úr Lundinum frá fyrri tíð. Torfi Hjartarson frá Arnarholti, síðar tollstjóri, tók mynd af Lundinum laust fyrir 1930 (6. mynd). Á myndinni sjást lerkitré og maður stendur á milli trjánna. Kletturinn í miðjunni og sá sem er fjærst heitir Valsholuklettur. Erfitt er að átta sig á hvort Tré ársins 2014 sést á mynd- inni en það gæti verið það sem ber hæst yfir Valsholu- kletti. Það stemmir nokkurn veginn við klettana sem sjást í bakgrunni á myndinni. Ekki er lengur hægt að taka mynd frá sama stað þannig að klettarnir sjáist vegna þess að tré byrgja útsýni. 7. mynd er tekin haustið 2014 og á henni sést Tré ársins 2014 og Valsholuklettur. Ljóst er hvað trén hafa vaxið mikið. Hvers vegna? Reynum að setja okkur í spor Sigurðar sýslumanns. Hvers vegna lagði hann út í að rækta skóg á Íslandi og hvers vegna hafði hann svona mikla trú á því að það væri hægt? Ástæður þess geta verið margar. Hann hefur kynnst skógum á námsárunum í Dan- mörku, mikil vakning var á Íslandi í upphafi aldar- innar að klæða landið skógi, sbr. einkunnarorð Ungmennahreyfingarinnar „Ræktun lýðs og lands“, fyrstu lögin um skógrækt eru frá 1907 og líklegt er að Sigurður hafi þekkt fólk sem ræktaði trjáplöntur og þannig haft kost á að fá tré til gróðursetningar. Hver sem megin ástæðan hefur verið fyrir því að Sigurður lagði út í þetta fyrirtæki er ljóst að tilraunin heppnaðist, þótt það hafi tekið meira en 100 ár að henni væri veitt athygli. Nú stendur í Lundinum minnisvarði um að hugsjónir manna fyrir meira en öld gengu upp, Lundurinn er minnisvarði um að láta skal reyna á hugmyndir en ekki gefast upp. Höfundur: LAUFEY B. HANNESDÓTTIR 6. mynd. Lundurinn í Arnarholti laust fyrir 1930. Mynd: Torfi Hjartarson 7. mynd. Tré ársins 2014 og Valsholuklettur til hægri. Heimildir 1. Brynjólfur Guðbrandsson bóndi að Hlöðutúni - minning. 1959. Morgunblaðið, 08.09.1959. Bls. 16. 2. C. E. Flensborg. 1906. Islands Skovsag 1905. Tidsskrift for Skovvæsen Bd. XVIII, B., København. 3. Einar Helgason. 1910. Garðrækt í Borgarfirði. Freyr Mánaðarrit um landbúnað, þjóðhagsfræði og verzlun. VII. Nr. 12: 136-137. 4. Generalstabens topografiske Afdeling. 1910. Arnarholt í Stafholtstungum. Mælikvarði 1:1000. Hæðarmismunur 5 m, hæðarlínur í m. Mælt 1910. Generalstabens topografiske Afdeling. Af vefsíðu Landmælinga Íslands: http://atlas.lmi.is/islandskort-dana/b%C3%A6 jarteikningar/kortin_1200/B35L038.jpg. 5. Sigurður Þórðarson, sýslumaður. 1932. Morgunblaðið, 26.10.1932. Bls. 2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.