Skógræktarritið - 15.10.2014, Qupperneq 21

Skógræktarritið - 15.10.2014, Qupperneq 21
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2014 19 athuga hvort hagstætt sé fyrir Ísland og íslenska jólatrjáaframleiðendur að taka virkan þátt í þessu evrópska samstarfsverkefni. Að mati höfundar eru ákveðnir kostir við að taka þátt í alþjóðlegu samstarfsverkefni. Samstarfið mun auðvelda aðgang að þekkingu og rannsóknum tengdum jólatrjáaræktun og auðvelda aðgang sér- fræðinga og framleiðanda sem hafa glímt við svipuð ræktunarvandamál eins og hér á landi. Við getum notað evrópska gæðakerfið sem fyrir- mynd til að þróa okkar gæðakerfi á Íslandi og flokka jólatré sem eru ætluð fyrir sölu. Síðast en ekki síst getum við lært af þeirra auglýsinga- og söluaðferðum, tekið þátt í þeirra markaðskönnun og kannski lært eitthvað af þeirra reynslu og mistökum. Árgjöldin fyrir þátttakendur í samtökunum eru frekar há fyrir land eins og Ísland með mjög litla og dreifða framleiðslu. Hins vegar getur alþjóðleg sam- vinna verið heppileg leið til að auðvelda fyrstu skrefin sem oftast fylgja nýrri ræktunaraðferð eins og t.d. jólatrjáaræktun á ökrum. Í samstarfi við CTGCE fengi Ísland aðgang að stórum gagnabanka, yrði hluti af stóru alþjóðlegu neti og fengi aðgang að sérfræði- þekkingu tengdri jólatrjáaræktun og framleiðslu. Þátttakan mun ekki tryggja að íslensk jólatrjáafram- leiðsla vaxi „ til himins“ en getur hjálpað til að auka áhuga fyrir á henni og stuðla að aukinni framleiðslu og gæðum jólatrjáa fyrir heimamarkað. Ef til vill er þetta sá innblástur sem þarf til að íslensk jólatrjáa- rækt verði markviss og skilvirk. Á Íslandi er enginn aðili sem hefur sérhæft sig í jólatrjáaframleiðslu og lítil þekking fyrir hendi. Þó hefur undanfarin ár verið skipulega safnað saman upplýsingum um ýmislegt varðandi jólatrjáaræktun og jafnframt eru nokkrar tilraunir, s.s. um tegundaval, áburðargjöf og ræktunarferlið í gangi. Jólatrjáaræktun á Íslandi hefur aðallega verið sinnt af skógræktar- félögum og Skógrækt ríkisins en síðustu árin hafa skógarbændur bæst í hópinn. Fyrir jólin 2012 seldust opinberlega 8907 íslensk jólatré, þar af 77% frá skógræktarfélögum, 14% frá Skógrækt ríkisins og 7% frá skógarbændum (upplýsingar frá Skógræktarritinu 2013, 2. tbl.). Sala lifandi jólatrjáa hefur dregist saman jafnt og þétt síðan 2000. Eftir hrunið 2008 jókst sala á íslenskum jólatrjám til muna en hefur síðan minnkað um 16% miðað við söluna 2009. Ef Ísland mun gerast aðili að CTGCE telur höfundur eðlilegast að fulltrúi landsins kæmi annað hvort frá Landssamtökum skógareiganda og /eða skógræktarfélögum. Hliðstætt þessum samtökum sem er í þágu fram- leiðenda er annað alþjóðlegt samstarf sem er fyrir sérfræðinga og leiðbeinendur. Þar er ráðstefna annað hvert ár þar sem nýjasta þekking er kynnt og áríðandi mál tengd greininni eru rædd. Árið 2013 var ráðstefnan haldin í Nova Scotia í Kanada þar sem Brynjar Skúlason tók þátt fyrir hönd Íslands. Árið 2015 verður ráðstefnan haldin í Noregi þar sem allir með áhuga fyrir rannsóknum og þróun tengdri jólatrjáaræktun eru velkomnir. Upplýsingar um CTGCE er hægt að nálgast á vef- síðu samtakanna: http://www.ctgce.com/en/. Höfundur: ELSE MÖLLER 1. mynd. Vél til að nota við formun og til að klippa neðstu greinar af jólatrjám. 2. mynd. Köngull frá nordmannsþin (Abies nordmanniana) skorinn langsum svo fræin sjást.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.