Skógræktarritið - 15.10.2014, Blaðsíða 23

Skógræktarritið - 15.10.2014, Blaðsíða 23
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2014 21 er ein auðveldasta trjátegundin í jólatrjáarækt og með þokkalega hátt nýtingarhlutfall. Reynsla er fyrir því að áburðargjöf seinnihluta sumars gefur betri lit á trjánum sem höggvin eru þá um veturinn. Nota skal myndarlegar bakkaplöntur og plöntubil má vera niður undir 1,2 m. Ræktunartíminn er 10-18 ár. Bæta má nýtingu með hliðarklippingu (megrun). Stafafura (Pinus contorta) Stafafuran hefur verið mest selda íslenska jólatréð á síðustu árum. Gróðursetning á henni hófst ekki að ráði fyrr en árið 1959 og notkun á henni sem jólatré hófst um 1980. Stafafuran er fagurgræn, mikið ilm- andi og barrheldin. Hún er harðger og þrífst á ber- angri og má ekki rækta undir skermi vegna þess að þá teygir hún of mikið úr sér. Til að byrja með var hér nær eingöngu ræktuð stafafura af Skagway kvæmi. Hún reyndist all greinamikil og sérlega fagurgræn. Seint á níunda áratugnum var Skagway kvæmið mikið til leyst af hólmi af nokkrum meginlands- kvæmum (Bennet Lake, Tutshi Lake o.fl.). Þessi kvæmi þóttu henta betur til timburframleiðslu, þar sem þau eru með hraðari vöxt og minni greinar. Því miður er þetta í andstöðu við þarfir jólatrjáaræktandans. Afleiðingarnar eru þær að þó aldrei hafi verið hátt nýtingarhlutfall af stafafuru þá varð það sínu verra eftir kvæmaskiptin. Nýtingarhlutfall af óklipptri stafafuru af innanlandskvæmi fer varla yfir 5%. Auk þess virðast innanlandskvæmin að öllu jöfnu fölari en Skagway furan. Rætt hefur verið um að hækka nýtingarhlutfall stafafuru með því að hægja á hæðarvexti, en flestar furur eru ónýtar sem jólatré vegna þess að þær eru of gisnar. Tilraunir eru nú gerðar með toppklippingar og toppbremsun með því að klippa í börk sprota með þar til gerðri töng. Ekki er útséð um hverju þetta muni skila. Eins mætti reyna vaxtarhemjandi aðgerð með því að barkskera meirihluta stofns niður við rót. Einnig mætti reyna að klippa toppsprotann í sundur í miðju við brum og loks mætti að reyna að klippa alveg burt topp og binda upp hliðargrein úr efsta kransi með spelku. Stafafuru á að rækta á bersvæði en ágætt er að lauma nokkrum lerkitrjám með til að auka skjól. Það mætti hugsa sér 1000 lerki á móti 5000 stafafurum á hektara. Aðeins ætti að nota Skagway kvæmi, gjarnan af völdum innlendum plöntum. Fylgjast þarf vel með þróun í vaxtarhemjandi aðgerðum. Þéttastar verða plönturnar í rýru mólendi eða mel. Nota má litlar bakkaplöntur sé um gróðurlítið mólendi eða mel að ræða. Ræktunartíminn er 8-16 ár. Blágreni (Picea engelmannii) Blágreni hefur verið ræktað hérlendis í um hundrað ár. Það var þó ekki fyrr en um 1990 að það kom á jólatrjáamarkaðinn. Blágreni er ljóselskara en rauð- greni og verður að rækta á opnu svæði, gjarnan í skjóli skógar eða í skjólplöntun með lerki, gjarnan 1000 lerki á móti 5000 blágreni á hektara. Blágreni undir skerm verður of hraðvaxið og greinalítið. Kvæmi blágrenis eru nokkuð misjöfn, ekki síst vegna þess að sum kvæmi eru frá þeim stöðum þar sem blendingstré blágrenis og hvítgrenis ráða ríkjum. Þeim trjám fylgir oft heldur leiðinleg lykt sem fylgir hvítgreninu og sumir vilja líkja við kattarhland, þessi lykt getur reyndar líka fylgt öðrum blágrenikvæmum en líklega í minna magni. Þess ber að geta að þrátt fyrir þessa lykt þá er hvítgreni notað sem jólatré í Bandaríkjunum og þá þykir þetta hin eina og sanna jólalykt. Blágreni af kvæminu Rio Grande eru ekta blágreni með langar og fallega blágráar nálar og ágætt vaxtarlag. Blágreni tekur öllum klippingum mjög vel og með hliðarjöfnun og tvítoppa klippingu má fá nýtingu á blágreni upp í 70% sé það ekki í of frjóu landi. Bestu gróðursetningarstaðir eru hálfþurrir móar, ekki of jarðdjúpir, við gætum hugsað okkur bláberjalyngs þursaskeggs mólendi. Blágreni er mun Bergsveinn Þórsson vafrar milli blágrenitrjáa í jólatrjáasölunni í Kjarna árið 2006.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.