Skógræktarritið - 15.10.2014, Page 25
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2014 23
1. Glæsiþinur (Abies fraseri)
2. Dögglingsviður (samn. myrkárþollur, douglasgreni,
degli) (Pseudotsuga menziesii)
3. Balsamþinur (Abies balsamea)
4. Broddgreni (Picea pungens)
5. Skógarfura (Pinus sylvestris)
6. Blýantseinir (Juniperus virginiana)
7. Hvítgreni (Picea glauca)
8. Geislafura (Pinus strobus)
9. Hvítþinur (Abies concolor)
10. Virginíufura (Pinus virginiana)
Bandaríkjamenn rækta tré á stórum ökrum og þau
eru nánast öll formklippt, þannig að þau eru ákaflega
þétt og regluleg. Svo þétt og regluleg að manni dettur
í hug gervitré við fyrstu sýn. Ræktunarskilyrði í
Bandaríkjunum eru mjög mismunandi og því er
nokkuð svæðisbundið hvaða tegundir eru notaðar.
Jólatré í Danmörku
Danmörk framleiðir 10 milljónir jólatrjáa árlega og
eru 85% þeirra flutt út. Þetta er nánast eingöngu
nordmannsþinur úr akurræktun, auk 35.000 tonna
af jólagreinum (nordmanns og nobilis) enda eru þeir
stærstu trjáframleiðendur Evrópu og fyrirmynd
annarra ríkja í framleiðslu jólatrjáa. Bæði í Banda-
ríkjunum og Danmörku eru gjarnan notaðar ber-
rótarplöntur og oft svokallaðar 2/2 plöntur en það
eru mun stærri plöntur en venjulegar bakkaplöntur.
Bil fyrir jólatré sem höggvin eru þegar þau hafa
náð 1,8 m hæð er haft um 1,5 m. Hið umdeilda
gróðureyðingarlyf Roundup er yfirleitt notað oft í
hverri ræktunarlotu jólatrjáa í Danmörku og Banda-
ríkjunum.
Önnur tré
Það eru engin takmörk fyrir því hvað nota má sem
jólatré. Í hitabeltinu eru hverskyns stofublóm notuð í
þessum tilgangi og listamenn hafa notað allan fjand-
ann fyrir jólatré. En ef við erum svolítið íhaldssöm og
leitum eftir trjám sem svipar til þeirra sem þegar eru
á markaði þá má nefna eftirfarandi:
Af þinum
Hér eru nefndir til sögunnar nokkrir þinir sem hafa
sýnt að þeir geta þrifist hér. Samt sem áður ber að
geta þess að þinir eru fremur erfiðir í uppeldi og
fræið geymist illa. Einnig verða oft á þeim mikil
vanhöld eftir gróðursetningu. Í kveri sínu „Innfluttar
trjátegundir í Hallormsstaðaskógi“ segir Sigurður
Glæsilegur hvítþinur í Lystigarði Akureyrar. Ekki er allt gull sem glóir. Tuskulegur nordmannsþinur í Lystigarði Akureyrar.