Skógræktarritið - 15.10.2014, Síða 27
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2014 25
við gerð þessarar greinar. Kvæmið var frá Labrador
og heitir Port Hope Simpson. Það vakti athygli að
langflest trén hafa lifað og flest eru þau einstofna, en
trén hafa vaxið ákaflega hægt og eru mjög mjóslegin
(kallað pípuhreinsarar á jólatrjáamáli), auk þess sem
litur trjánna er nokkuð fölur og væskilslegur.
Glæsiþinur (Abies fraseri). Dæmi er um vel lukkaða,
unga gróðursetningu á glæsiþini hér. Full ástæða er
til þess að skoða hann nánar en tegundin er náskyld
balsamþini. Einskonar eftirlegukind úr sunnanverðu
hálendi austurstrandar Bandaríkjanna. Glæsiþinurinn
er eitt vinsælasta jólatré Bandaríkjanna og hefur oftar
en nokkuð annað tré skreytt sali Hvíta hússins.
Nordmannsþinur (Abies nordmanniana). Er til hér-
lendis en þykir viðkvæmur. Ekki er þó vonlaust að
það mætti fá úr honum jólatré á besta stað með klipp-
ingu. Gróðursetja pottaplöntur í skjóli.
Hvítþinur (Abies concolor). Hvítþinur kelur gjarnan á
haustin og verður varla jólatré hér nema með mikilli
klippingu. Fallegar greinar með löngum ljósum
nálum. Gróðursetja pottaplöntur í skjóli.
Af greni, furum og sjaldgæfum berfrævingum
Þegar Norðmenn eru orðnir þreyttir í kjálkunum eftir
endalausar rökræður, þá segja þeir gjarnan „smak
og behag kan ikke diskuteres“, sem mætti útleggja
þannig „um smekk og hentisemi þýðir lítt að þjarka“,
en það er einmitt á forsendum smekks og hentisemi
sem undirritaður hefur valið eftirfarandi tegundir til
umtals:
Sitkagreni (Picea sitchensis). Síðustu ár hefur sitka-
greni verið notað sem jólatré í nokkrum mæli. Að
einhverju leyti má segja að það hafi gerst vegna þess
að ekki er völ á öðrum trjám, því sitkagreni er mjög
grófgert, stórgert og stingandi með heldur gisnum
nálum. Samt er það svo að mörgum líkar vel við þetta
jólatré og fullyrt hefur verið að sumum þyki þetta
hið eina sanna jólatré. Sitkagreni hefur afar lága
nýtingarprósentu. Sitkabastarður er sínu fínlegri og
jafnvaxnari en hefur þó sömu galla og hið fyrrnefnda,
auk hins vafasama ilm hvítgrenis.
Balkanfura (Samn. Silkifura) (Pinus peuce). Líkist
lindifuru en er hraðvaxnari og léttbyggðari. Greinar
af henni hafa verið seldar í Danmörku undir nafninu
silkifura og einnig í blómabúðum hér. Balkanfura
Ónýtt grenitré eða öndvegis jólatré? Sama tréð fyrir og eftir klippingu. Markviss jólatrjáarækt verður ekki stunduð nema með klippurnar stöðugt á lofti.