Skógræktarritið - 15.10.2014, Page 31

Skógræktarritið - 15.10.2014, Page 31
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2014 29 Í kjölfar heimsóknar Skógræktarfélagsins í Sogn- og Fjarðafylki til Íslands sumarið 2012 bárust þakkir fyrir móttökurnar og formlegt heimboð. Var það boð þegið með þökkum og undirbúningur hófst með góðum fyrirvara. Í forsvari fyrir móttökunefndinni voru Hans Fredrik Lauvstad, stjórnarformaður Skóg- ræktarfélagsins í Sogn- og Fjarðafylki, sem lengi var æðsti maður skógstjórnarinnar í fylkinu, Svein Saure, forstöðumaður gróðrarstöðvar skógræktarfélagsins að Brandsöy á Florø og Ingvar Åberge, náttúrufræð- ingur og sérlegur áhugamaður um tengsl Noregs og Íslands. Eins og fram kemur í greininni höfðu nefndarmenn ekki legið á liði sínu því móttökur voru óvenju veglegar og vel undirbúnar og mættum við hvarvetna fádæma gestrisni á ferð okkar um hið undurfagra grannland sem við eigum svo margt sameiginlegt með en er þó um margt framandi, ekki síst í jarðfræðilegu og gróðurfarssögulegu tilliti. Frá Íslandi fór 31 manns hópur að meðtöldum fararstjórunum en auk greinarhöfundar var Kristján Baldursson frá ferðaskrifstofunni Trex í fararstjórn. Aðalleiðsögumaður okkar var Hans Fredrik Lauvstad, sem fyrr er getið, en í ferðinni hittum við fjölmarga heimamenn sem miðluðu af þekkingu sinni og rausn- arskap. Auk Hans Fredrik voru þeir Svein og Ingvar leiðsögumenn á völdum köflum og Anne Lise Lauv- stad, eiginkona Hans Fredrik, fylgdi á eigin bíl ásamt greifingjahundinum Pivo og gættu þau þess að við fengjum ávallt nóg að borða og drekka og villtumst ekki af leið. Þar sem flogið var til Björgvin, sem er í Um Sogn- og Fjarðafylki í Vestur-Noregi Ferð Skógræktarfélags Íslands 30. ágúst til 5. september 2014 Hópmynd tekin við fornan steinkross þar sem talið er að Gulaþing hið eldra hafi verið.

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.