Skógræktarritið - 15.10.2014, Blaðsíða 37

Skógræktarritið - 15.10.2014, Blaðsíða 37
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2014 35 Bautasteinninn við lendinguna í Hrífudal. í nokkrar kynslóðir áður en þær voru skráðar. Ekki var laust við að neistaði á milli hennar og heimamanna sem lifðu sig inn í söguna eins og við þekkjum svo vel í eigin ranni. Við kvöddum þetta góða og velviljaða frændfólk okkar og héldum til Dale, sem er lítill bær í Fjalarsveit. Á Klokkargarden (Hringjarabæ) fékk hópurinn hress- ingu og fræddist m.a. um Jakob Sande (f. 1. desember 1906, d. 16. mars 1967), rithöfund og vísnamann. Vísur hans hafa notið vinsælda sem söngtextar og halda minningu hans við, sérstaklega á heimaslóð. Í Dale var lengi starfrækt tunnuverksmiðja Hovland & Rakneberg. Roald Hovland fræddi okkur um sögu verksmiðjunnar, sem seldi síldartunnur m.a. til Íslands. Sagðist hann aldrei hafa tapað á viðskiptum við Íslendinga og bar þeim samskiptum vel söguna. Fengum við að sjá stutta heimildarmynd um starf- semina en verksmiðjan brann til kaldra kola og hefur ekki verið endurreist. Frá Klokkargarden var haldið á slóðir Gaulverja og hins forna höfuðbýlis Osen við botn Dalsfjarðar og ósa Gaulaárinnar, sem er þekkt sem góð laxveiðiá, enda vatnasviðið skógi vaxið fram á bakka árinnar. Osen, eða Ós, hefur verið í eigu Mo-ættarinnar síðan 1880. Þar tóku á móti okkur hjónin Olav Johan Mo og Unn Karin Kleppe og fræddu okkur um búskap- inn en þarna er meðal annars eitt elsta fjós sem enn er í notkun í gervöllum Noregi. Við vorum leidd að víkingagröf sem hafði verið skemmd og líklega rænd. Þar höfðu þó fundist við uppgröft hlutir úr sverði, silfurpeningar og perlur. Fleiri slíkir grafhaugar munu vera á landareigninni. Milli bæjar og ósasvæðisins hafði við fornleifagröft verið komið niður á skála einn mikinn, um 80 metra á lengd og eftir því breiðan, svo ljóst er að þar hefur verið aðsetur höfðingja. Ýmsar tilgátur eru um þarna hafi verið höfuðaðsetur Atla jarls, sem áður er getið, en einnig er talið að þarna hafi verið þingstaður og að Gulaþing hafi jafnvel verið Gaulaþing. Skipalægi var þarna afar gott og hægt um vik að vakta skipaferðir, sem var mikilvægt því óvinirnir komu jafnan af sjó. Á hinn bóginn voru siglingar auðveldasti ferðamátinn milli byggðarlaga og landa. Per Kjelstad fræddi okkur um Gaularspelet sem byggir m.a. á þeim atburðum Íslendingasagna sem áður voru raktir og er sett upp á Ósi annað hvert sumar. Frá Ósi var ekið stuttan spöl til vesturs en undir hlíðum Kvamshesten, sem einnig heitir Storehesten, búa skógfræðingarnir Merete Larsmon, sem er „fylkesskogmeister“ og Helge Kårstad á bænum Rytnetunet. Þar stunda þau auk embættisstarfa jólatrjáarækt og ferðaþjónustu. Boðið var upp á ljúffenga víkingasúpu í uppgerðri hlöðu. Merete fræddi okkur um þeirra hagi og um jólatrjáa- og greinarækt, en greinar eru ekki síður mikilvæg tekju- lind og leggja þau mest upp úr ræktun á eðalþin (Abies procera). Helge fjallaði um samstarfsnefnd skógarmanna á strandsvæðum í Noregi og mikilvægi þess að byggja upp innviði, s.s. veganet, hafnar- aðstöðu og úrvinnsluiðnað. Eftir þessa ánægjulegu og mettandi stund gafst tóm til að skoða gisti- aðstöðu sem hafði verið haganlega komið fyrir í gömlum bjálkahúsum, sem sum hver voru gömul útihús. Að lokum var litið við í reit með jólatrjám sem átti að fara að fella og endurnýja. Frá Rytne var stefna tekin til norðvesturs til Florø um Førde, og Eikarfjörð og gist á Quality Hotel Florø næstu tvær nætur. Þriðjudagur 02.09 Þegar komið var til Florø vakti nokkra undrun hvað skógurinn er vöxtulegur svona alveg út í skerjagarð- inum. Á það jafnt við um sjálfsprottna skóginn og þann ræktaða sem setur talsverðan svip á umhverfið. Þar ræður þó nokkru nálægðin við gróðrarstöð gest- gjafa okkar (Skógræktarfélags Sogns og Fjarða) sem vafalítið hefur haft talsverð áhrif á nærsamfélagið auk þess sem hún sá öllu fylkinu fyrir plöntum. Dagskráin hófst á göngu frá hótelinu sem var niður við höfnina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.