Skógræktarritið - 15.10.2014, Side 38

Skógræktarritið - 15.10.2014, Side 38
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201436 og upp í bæjarskóginn sem er í ás þar fyrir ofan. Þetta er ræktaður skógur af ýmsum trjátegundum sem við þekkjum vel héðan frá Íslandi. Sitkagrenið er farið að mynda glæsilegan skóg, bergfura hafði verið notuð á rýrustu stöðunum og síðan skipt út þegar hún var búin að búa í haginn fyrir aðrar tegundir. Þar gaf að líta vöxtuleg tré og lundi af eðalþin, marþöll, evrópulerki og degli (Pseudotsuga menziesii). Þarna er gamalt miðlunarlón fyrir vatnsrafstöð og góður göngustígur meðfram vatninu öðru megin en tor- færari hinu megin og um skotæfingasvæði að fara, sem á að flytja og lagfæra stíginn í kjölfarið. Þarna er sem sagt flottur útivistarskógur í augnabliks fjarlægð frá bænum og íþróttamiðstöðin alveg upp við skóg- inn. Það fór ekki milli mála að íbúar strandbæjarins kunnu að meta þessa aðstöðu við bæjardyrnar og notuðu hana óspart. Næst var okkur boðið af heimamönnum að skoða strandsafnið í Florø og var þar rakin fyrir okkur saga bæjarins, sem fór að byggjast upp sem síldarbær um miðja nítjándu öld. Nú er þjónusta við olíuborpall- ana fyrirferðarmikil auk ferjusamgangna, útgerðar og þjónustu við nærsveitir. Íbúafjöldi bæjarins er tæplega níu þúsund. Safnið spannaði vel þessa sögu. Þarna eru gamlir bátar varðveittir og verkfæri tengd útgerð. Skyggnst er inn á gömul heimili og gamlar myndir sýna þróun bæjarins og bæjarlífið frá ólíkum tímabilum. Einnig eru þarna líkön af helstu olíubor- pöllum Norðmanna og sýnt á myndrænan hátt hvaðan olían kemur, úr fornum skógum sem sukku til sjávar og setlög lögðust yfir og þrýstingur, tími og hiti umbreyttu skógum og öðrum lífrænum efnum m.a. í olíu og gas. Heimsóknin endaði á frjálsu vali Höfuðbólið Osen. Árni Þórólfsson virðir fyrir sér stærðarinnar eðalþin í bæjarskóginum á Florø.

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.