Skógræktarritið - 15.10.2014, Side 44

Skógræktarritið - 15.10.2014, Side 44
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201442 Á Íslandi er að finna mikinn fjölda fallegra og sögu- frægra trjáa sem plantað var í lok 19. aldar og fram á miðja 20. öld. Þessi gömlu tré hafa mikið gildi fyrir umhverfið og mannfólkið. Þau hafa ekki einungis skapað fallegra umhverfi og skjól gegn nöprum vindum, heldur eiga þau sér einnig merka sögu, bæði hvað varðar uppruna þeirra, fólkið sem plantaði og hlúði að þeim og staðina sem þau vaxa á. Einnig er til gnótt yngri trjáa sem eru ekki síður merkileg en þau gömlu. Trjátegundir sem menn hefðu áður talið ómögulegt að rækta á svo norðlægum stöðum hafa skotið rótum í görðum bæja og dafna þar vel í ljósi hlýrra veðurfars og vegna skjólmyndunar bygginga og eldri trjáa. Á höfuðborgarsvæðinu eru tré þessi ekki eingöngu í gamla bænum heldur leynast þau vítt og breitt. Elsta tré í borginni er silfurreynirinn í Fógetagarðinum við Aðalstræti. Í Landfógetagarðinum við Lækjartorg (öðru nafni Hressingarskálagarðurinn) er að finna gamlan silfurreyni á svipuðum aldri og sá sem er í Fógetagarðinum og gljávíðir líklega frá því um 1900. Víðsvegar um borgina má svo sjá merk tré í einka- görðum og í sumum hinna minni almenningsgarða. Eftir að Gróðrarstöð Einars Helgasonar tók til starfa árið 1903 jókst trjárækt í borginni til muna og sú aukning hefur alið af sér mörg merk tré. Frá þessum tíma er nokkuð af gömlum trjám af afar fágætum tegundum á Íslandi. Þar á meðal eru fjögur hesta- kastaníutré, blæaspir, blóðbeyki og skógarbeyki. Einnig má nefna garðahlyn og silfurreyni, sem og gömul álmtré og aska. Af gömlum barrtrjám er fremur fátt og eru þau elstu hálfgerðar kræklur sem standa við Laufásveg. Gömul barrtré sem eru stæði- leg í dag eru flest frá því eftir 1950, er farið var að safna fræjum í Alaska. Helst eru þetta sitkagreni. Einnig mætti nefna aska og beyki í garðinum á Laufásvegi 43 en trén eru talin vera frá því skömmu fyrir 1930 og einnig eru glæsileg lerkitré í garði við Brúnaveg. Þá má sjá áhugaverð tré víða í gamla bænum, í eldri hverfum t.d. Blesugróf og í Vogahverf- inu við leikskólann Steinahlíð en í þeim síðastnefnda má finna sérkennileg víðitré af tveimur tegundum, þingvíði og vesturbæjarvíði. Í kirkjugarðinum við Suðurgötu eru nokkur merk tré en það tré sem ávallt vekur mesta athygli er lævirkjatréð eða stóra evrópu- lerkið sem er um miðbik garðsins. Í grasagarðinum í Laugardal eru einnig allmörg merk tré, t.d. kóreu- greni, marþöll, gömul evrópulerki, kirsuberjatré og næfurheggur ásamt gráösp og fjallaþöll. Það er ljóst að ákveðin hætta steðjar að trjám í þétt- býli eftir því sem trén hækka, bæir þenjast út og byggð þéttist. Trén sem áður voru skjólmyndandi yndisauki eru allt í einu farin að skyggja á sólina og útsýnið. Fólk hefur því ýmsar ástæður til að fella tré. Trjáfellingar falla undir byggingarreglugerð og sem dæmi má nefna að í Reykjavík er óheimilt að fella tré sem eru eldri en 60 ára og/eða hærri en 8 metrar nema með sérstöku leyfi borgaryfirvalda. Til að fá að fella slík tré þarf því að sækja um leyfi til umhverfis- sviðs borgarinnar. Leyfið er fremur auðsótt ef um algengar trjátegundir er að ræða og tré sem ekki eru talin hafa sérstakt gildi (t.d. vegna sögu sinnar eða Trjávernd í þéttbýli Evrópulerki í Hólavallagarði. Mynd: BÞ

x

Skógræktarritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.