Skógræktarritið - 15.10.2014, Blaðsíða 45

Skógræktarritið - 15.10.2014, Blaðsíða 45
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2014 43 sérstöðu). Viðurlög við því að brjóta þessar reglur eru hinsvegar engin og það sem meira er, trjáfellingar hafa verið að færast mjög í vöxt á síðustu árum. Á síðustu árum hefur það æ oftar komið upp að ágreiningur um trjárækt veldur vandræðum. Þannig er skemmst að minnast mikilla, ólöglegra trjáfellinga íbúa við Rituhóla í Reykjavík í maí 2013 þegar um 200 tré voru felld og klippt var ofan af fleiri trjám. Ástæða íbúanna var að þeir töldu tré borgarinnar byrgja útsýni. Borgaryfirvöld kærðu málið til lögreglu vegna eignaspjalla en síðar var fallið frá kærunni og bótakröfum og það varð að samkomulagi á milli borgaryfirvalda og íbúanna að þeir síðarnefndu borguðu skaðabætur til borgarinnar, plöntuðu nýjum trjám, tækju að sér hreinsun og fegrun á svæðinu og að endingu að þeir hefðu eftirlit með umgengni á umræddu svæði. Þá urðu tvö grenitré á lóðamörkum tveggja húsa við Víðihvamm í Kópavogi að fréttaefni árið 2013. Hin 18 metra háu tré voru felld samkvæmt dómsúrskurði frá Hæstarétti eftir áralangar nágrannaerjur vegna þess að trén skyggðu á pall nágrannans. Eigandi trjánna, sem var alfarið mótfallinn fellingu þeirra, taldi að kostnaður sinn vegna málsins hlypi á meira en fjórum milljónum króna. Niðurstaða deilna um 106 ára gamlan silfurreyni sem vex við Grettisgötu 17 hlaut öllu farsælli endalok nú á haustdögum. Borgarstjórn Reykjavíkur hafði áður samþykkt að tréð yrði fellt vegna hótelbyggingar en íbúar í hverfinu risu upp trénu til varnar. Stofnuð var Facebook síða vegna málsins og fjöldi borgarbúa mótmælti deiliskipulaginu sem leyfði trjáfellinguna. Umhverfis- og skipulagsráð borgarinnar tók um síðir mótmæli borgaranna til athugunar og var ákveðið að tréð fengi að standa. Einnig höfðu þessi mótmæli vegna gamla silfurreynisins þau áhrif að skipulagsráð borgarinnar hefur ákveðið að endurskoða það hvernig breytingar á deiliskipulagi eru tilkynntar íbúum. Þessi þrjú dæmi lýsa kannski í hnotskurn þeim vanda sem trjárækt í þéttbýli stendur frammi fyrir. Fyrsta dæmið úr Rituhólum er sérstakt vegna þess að þar flokkast trjáfellingarnar sem íbúar framkvæmdu ólöglega undir eignaspjöll. Þetta dæmi er sérstakt vegna þess hve sjaldgæft er að fólk felli tré í eigu annarra. Þetta gerir það einnig að verkum að trjáfell- ingarnar falla undir annan refsiramma, þ.e. spjöll á annarra eigum en slíkt varðar 1. mgr. 257. gr. hgl., sektir eða fangelsi allt að tveimur árum. Felling grenitrjánna í Víðihvammi er dæmi um vanda- mál sem verður æ algengara. Fólk plantar litlum trjám við lóðamörk og 50 árum síðar eru trén orðin gríðarstór og varpa skugga á lóðir íbúanna sjálfra sem og nágranna. Það þekkist til dæmis að fólk í sama húsi lendi í erjum við nágranna sína vegna mis- Silfurreynir í Fógetagarðinum. Mynd: BÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.