Skógræktarritið - 15.10.2014, Blaðsíða 45
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2014 43
sérstöðu). Viðurlög við því að brjóta þessar reglur eru
hinsvegar engin og það sem meira er, trjáfellingar
hafa verið að færast mjög í vöxt á síðustu árum.
Á síðustu árum hefur það æ oftar komið upp að
ágreiningur um trjárækt veldur vandræðum. Þannig
er skemmst að minnast mikilla, ólöglegra trjáfellinga
íbúa við Rituhóla í Reykjavík í maí 2013 þegar um
200 tré voru felld og klippt var ofan af fleiri trjám.
Ástæða íbúanna var að þeir töldu tré borgarinnar
byrgja útsýni. Borgaryfirvöld kærðu málið til lögreglu
vegna eignaspjalla en síðar var fallið frá kærunni
og bótakröfum og það varð að samkomulagi á milli
borgaryfirvalda og íbúanna að þeir síðarnefndu
borguðu skaðabætur til borgarinnar, plöntuðu nýjum
trjám, tækju að sér hreinsun og fegrun á svæðinu og
að endingu að þeir hefðu eftirlit með umgengni á
umræddu svæði.
Þá urðu tvö grenitré á lóðamörkum tveggja húsa
við Víðihvamm í Kópavogi að fréttaefni árið 2013. Hin
18 metra háu tré voru felld samkvæmt dómsúrskurði
frá Hæstarétti eftir áralangar nágrannaerjur vegna
þess að trén skyggðu á pall nágrannans. Eigandi
trjánna, sem var alfarið mótfallinn fellingu þeirra,
taldi að kostnaður sinn vegna málsins hlypi á meira
en fjórum milljónum króna.
Niðurstaða deilna um 106 ára gamlan silfurreyni
sem vex við Grettisgötu 17 hlaut öllu farsælli endalok
nú á haustdögum. Borgarstjórn Reykjavíkur hafði
áður samþykkt að tréð yrði fellt vegna hótelbyggingar
en íbúar í hverfinu risu upp trénu til varnar. Stofnuð
var Facebook síða vegna málsins og fjöldi borgarbúa
mótmælti deiliskipulaginu sem leyfði trjáfellinguna.
Umhverfis- og skipulagsráð borgarinnar tók um síðir
mótmæli borgaranna til athugunar og var ákveðið
að tréð fengi að standa. Einnig höfðu þessi mótmæli
vegna gamla silfurreynisins þau áhrif að skipulagsráð
borgarinnar hefur ákveðið að endurskoða það hvernig
breytingar á deiliskipulagi eru tilkynntar íbúum.
Þessi þrjú dæmi lýsa kannski í hnotskurn þeim
vanda sem trjárækt í þéttbýli stendur frammi fyrir.
Fyrsta dæmið úr Rituhólum er sérstakt vegna þess að
þar flokkast trjáfellingarnar sem íbúar framkvæmdu
ólöglega undir eignaspjöll. Þetta dæmi er sérstakt
vegna þess hve sjaldgæft er að fólk felli tré í eigu
annarra. Þetta gerir það einnig að verkum að trjáfell-
ingarnar falla undir annan refsiramma, þ.e. spjöll á
annarra eigum en slíkt varðar 1. mgr. 257. gr. hgl.,
sektir eða fangelsi allt að tveimur árum.
Felling grenitrjánna í Víðihvammi er dæmi um vanda-
mál sem verður æ algengara. Fólk plantar litlum
trjám við lóðamörk og 50 árum síðar eru trén orðin
gríðarstór og varpa skugga á lóðir íbúanna sjálfra
sem og nágranna. Það þekkist til dæmis að fólk í
sama húsi lendi í erjum við nágranna sína vegna mis-
Silfurreynir í Fógetagarðinum. Mynd: BÞ