Skógræktarritið - 15.10.2014, Page 47

Skógræktarritið - 15.10.2014, Page 47
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2014 45 num og álmur við Túngötu. Vel mætti hugsa sér að fleiri tré féllu undir hverfisvernd en einnig væri hugs- anlegt að vernda merk, gömul tré með því að fella þau undir fornleifavernd. Mörg hús eru vernduð á þann hátt og kannski er eðlilegt að gamlir og grónir garðar og trén í þeim séu vernduð á sama hátt. Þá væri óskandi að refsirammi væri settur varðandi ólöglegar trjáfellingar. Til dæmis mætti hugsa sér að refsing fyrir ólöglega trjáfellingu væri sú sama og vegna eignaspjalla, sem sagt sektir eða fangelsi allt að tveimur árum, enda eru þau gömlu og sjaldgæfu tré sem felld eru ólöglega í raun óbætanleg. Máltækið segir að endinn skuli í upphafi skoða. Þetta á ekki síst við varðandi trjárækt í þéttbýli. Almennt má segja að í heimilisgarða er betra að velja tré eða runna sem verða ekki mjög hávaxin eða eru fremur seinvaxta. Almennt séð er til dæmis ekki heppilegt að planta alaskaösp eða sitkagreni í minni heimilisgarða þar sem þessi tré eru mjög hraðvaxta og geta náð allt að 20 m hæð á hálfri öld. Smærri tré líkt og birki, reyniviður og gullregn eru því heppilegri. Sýrenur og gulltoppar geta einnig orðið að fallegum garðtrjám ásamt hegg, eplatrjám og kirsuberjatrjám. Af barrviðunum þá geta blágreni og rauðgreni hentað ágætlega þar sem er skjólsælt og þallir, sýprusar og einitegundir henta víða vel. Víðitegundir geta orðið að fallegum garðtrjám, má Heimildir Morgunblaðið. Grenitré felld eftir áralangar deilur. Af vefsíðu október 2014: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/02/12/greni tre_felld_eftir_aralangar_deilur/. Stöndum vörð um silfurreyninn á Grettisgötu 17. Facebook-síða (Community). Af vefsíðu október 2014: https://www.facebook. com/silfurreynir. Morgunblaðið. Íbúar fagna sigri í silfurreynisdeilu. Af vefsíðu október 2014: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2014/08/14/fagna_sigri_i_ silfurreynisdeilunni/. Pressan. Skógarhöggsmenn í Rituhólum borgar Reykjavíkurborg bætur. Af vefsíðu október 2014: http://www.pressan.is/Frettir/ Lesafrett/skogarhoggsmenn-i-rituholum-borga-reykjavikurborg- baetur. Blóðbeyki á Fossvogsvegi 4. Mynd: BÞ þar helst nefna selju og viðju. Þá virðist vera þörf á aukinni fræðslu til þeirra sem taka að sér trjáumhirðu í þéttbýli. Þannig er ótækt hve algeng kollun er. Þessi aðferð er notuð nokkuð erlendis til að lækka tré og minnka umfang þeirra og er tilgangurinn þá oft að þétta trén til að varpa meiri skugga á nærumhverfið í heitari löndum. Kollun er venjulega beitt á hestakastaníur og linditré en þessi aðferð hentar almennt séð ekki vel hérlendis og verður oft til að drepa tré eða gera þau alls hörmuleg útlits. Kollun hentar t.d. ekki fyrir innlend tré líkt og birki og reynivið. Gamlar aspir er ekki æskilegt að kolla og drepast þær oft af slíkri meðferð og er þá skárri kostur að fella tré og planta nýju tré af smávaxnari eða hægvaxnari tegund. Að vernda sérstök tré í þéttbýli verður æ mikilvæg- ara, ekki síst í ljósi þess að fólk er í sífellt meira mæli að fella þau. Það er mjög mikilvægt að auka vitund íbúa í þéttbýli um mikilvægi trjáa og þær reglur sem gilda um þau. Á Akureyri hefur verið gefinn út bæklingur þar sem sérstök tré í bænum eru útlistuð og væri æskilegt að fleiri bæjarfélög tækju þetta sér til fyrirmyndar. Þá getur tilnefning til Borgartrésins líkt og Skógræktarfélag Reykjavíkur gerir eða Tré ársins á vegum Skógræktarfélags Íslands einnig skipt sköpum. Skógræktarfélögin geta gegnt mikilvægu hlutverki í vernd trjáa og trjágarða með því að benda á hvar verndar er þörf og mætti í þessu sambandi vel hugsa sér samstarf ólíkra félaga, t.d. Garðyrkjufélags Íslands og skógræktarfélaga. Málið er brýnt, nú er bara að bregðast við! Höfundar: BJÖRK ÞORLEIFSDÓTTIR OG EINAR ÞORLEIFSSON

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.