Skógræktarritið - 15.10.2014, Blaðsíða 48

Skógræktarritið - 15.10.2014, Blaðsíða 48
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201446 Við syðri bakka Skorradalsvatns hefur Ágúst Árnason, fyrrverandi skógarvörður, hreiðrað um sig ásamt konu sinni, Svövu Halldórsdóttur. Þaðan sést vel til vöxtulegs skógarins á Stálpastöðum norðan megin vatnsins og má því segja að þar blasi ævistarfið við en Ágúst vann lungann úr ævi sinni sem skógarvörður í Skorradal. Áður en hann kom í Skorradalinn hafði hann unnið tvö ár á Hallormsstað og verið eitt ár í Bandaríkjunum við nám og störf í skógrækt. Meðal annars stundaði hann nám í skógfræði við Humboldt State College (nú Humboldt State University) og naut til þess styrks frá Eureka Rotary Club. Þá vann hann fyrir National Forest Genetics Laboratory í Placerville í Kaliforníu og Manning Seed Company í Seattle. „Hákon Bjarnason var búinn að skrifa mér til Ameríku að hann ætlaði að planta mér niður í Borgarfirðinum. Ég kom til landsins rétt fyrir jólin 1958 og byrja hér 1959. Fyrsta árið var ég verkstjóri hjá Daníel (Kristjáns- syni, skógarverði innsk. blm.) og vasaðist í öllu með honum. Ég fór oft í bæinn um helgar og þá var Hákon gjarn á að senda mig með skilaboð til Daníels. Það var náttúrulega mjög óæskileg boðleið og ég ætlaði ekkert að fara að stýra Daníel. Hann undi þessu illa og því fór svo að þessu var skipt þannig að ég fékk Skorradalinn en hann fékk allt hitt.“ Þegar Ágúst tók til starfa í Skorradal voru fáein ár frá því að Skógrækt ríkisins hóf gróðursetningar þar. Skógrækt í dalnum má þó rekja allt aftur til gróður- setningar í Háafellsreit 1938. „Ég held að árangurinn í Háafellsreit hafi orðið til þess að Haukur Thors og Soffía ákváðu að gefa Stálpastaðina til skógræktar. Þau fengu hnausplöntur úr Háafellsreitnum til að gróðursetja við húsið hjá sér í Hvammi. Þau vissu hvernig þær uxu þarna og hafa sennilega spekúlerað í að hefja skógrækt sjálf en hafa svo ekki treyst sér til þess og tekið þann kostinn að gefa Skógræktinni jörðina.“ Lærdómar af hretinu 1963 Skógrækt ríkisins eignaðist jörðina árið 1951 og hóf fljótlega að gróðursetja í hana. Það var því búið að gróðursetja töluvert þegar Ágúst kom til starfa. „Það var greinilega ágætis útkoma af þessu, svo kom nátt- úrulega svolítill afturkippur í þetta með hretinu 1963. Skorradalur er á jaðri þess svæðis sem fór illa út úr hretinu og það voru um 12-15% trjáa sem skemmd- ust hér meðan það voru yfir 90% sem drápust austur á Skógum,“ segir Ágúst og bendir á að rauðgreni og stafafura hafi staðist þessa prófraun nokkuð vel. „Það sá ekki á rauðgreninu og stafafuran var í mesta lagi með skemmda toppa.“ Aprílhretið var þó ekki með öllu illt og tekur Ágúst undir að það hafi verið viss prófraun fyrir trjátegundir og kvæmi. „Við spekúleruðum alltaf mikið í því að „Menn héldu að þetta væri algerlega tilgangslaust“ Ágúst Árnason - viðtal Viðhorf almennings til skógræktar hafa breyst mikið til hins betra frá því Ágúst Árnason hóf störf í Skorradal fyrir meira en hálfri öld. Vöxtulegir skógar eins og Stálpastaðaskógur eiga án efa sinn þátt í þeirri viðhorfsbreytingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Skógræktarritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.