Skógræktarritið - 15.10.2014, Page 51
SKÓGRÆKTARRITIÐ 2014 49
ein. Sjálfur átti Hákon ekki síður stóran þátt í að hug-
myndin varð að veruleika enda hafði hann lengi verið
áhugasamur um samstarf Íslendinga og Norðmanna
í skógræktarmálum. Sem dæmi má nefna að fyrir stríð
sendi hann Íslendinga til starfa við skógskólann í
Steinkjer og í gróðrarstöðinni í Álastarhaugi og vildi
með því ,,treysta frekar sambandið við norska skóg-
ræktarmenn og þjálfa unga Íslendinga í skógræktar-
störfum“.ii
Hlé varð á frekari samskiptum og samstarfi íslenskra
og norskra skógræktarmanna vegna síðari heims-
styrjaldarinnar en þau hófust að nýju fljótlega eftir að
henni lauk. Árið 1947 sækir Hákon Bjarnason norræna
skógræktarþingið sem fram fór í Noregi. Hann notaði
tækifærið til að heimsækja gróðrarstöðvar og styrkja
tengsl við norska skógræktarmenn og Norska skóg-
ræktarfélagið. Þar kynntist hann einnig áðurnefndum
Reidar Bathen og bauð honum til Íslands. Bathen
þáði sem kunnugt er boðið og kom til landsins ári
síðar og hélt meðal annars áhrifamikla fyrirlestra um
skógrækt.
Samtöl draga úr afköstum
Í Ársriti Skógræktarfélags Íslands 1949 er ferðum
íslensku og norsku ferðalanganna gerð góð skil.
Hákon Bjarnason skrifaði grein þar sem hann fylgir
Norðmönnunum eftir hvert fótmál og útlistar
nákvæmlega hve mikið var gróðursett á hverjum
stað fyrir sig. Á Suðurlandi gróðursettu þeir í Hauka-
dal, Hagavík og á Þingvöllum en á Norðurlandi að
Vöglum, Sellandi, Vaglaskógi og í Vaðlaheiðarbrekkum.
Þar fengu þeir liðsauka þrjátíu Íslendinga og er sér-
staklega tekið fram að afköst hafi orðið með minna
móti ,,sakir þess að tíminn fór aðallega í samtöl
manna á milli eftir beztu getu“.iii Þetta var þó ekki
eintóm vinnuferð og fengu Norðmennirnir einnig að
kynnast náttúru og menningu Íslands.
Um þrjátíu Íslendingar, fulltrúar sextán skógræktar-
félaga, héldu til Troms í Noregi undir fararstjórn
Garðars Jónssonar, skógarvarðar á Tumastöðum í
Fljótshlíð. Jafnframt var títtnefndur Reidar Bathen
hópnum til halds og trausts. Varð Troms og nágrenni
fyrir valinu þar sem þar svipar veðráttu og landháttum
mjög til Íslands eða eins og leiðarahöfundur Morgun-
blaðsins (líklega Valtýr Stefánsson) lýsti því:
Með því að leita þekkingar á skógrækt fyrst og fremst
til þeirra hjeraða, sem líkust eru Íslandi að veðurfari,
og efla kynni okkar við það fólk, sem vinnur að skóg-
rækt við slík skilyrði, er skógrækt Íslands komin inn á
þá braut sem áreiðanlega leiðir til heilla fyrir þetta
stórfelda umbótastarf, og fyrir íslenska þjóð um alla
framtíð.iv
Grenilundir gleðja í ellinni
Það hafa verið talsverð viðbrigði fyrir Íslendingana
að kynnast norskum skógum á þessum tíma þegar
skógar Íslands voru fáir og flestir lágvaxnir. Í ferða-
sögu sem þrír Noregsfaranna rituðu í Ársrit Skógræktar-
félags Íslands 1949, lýsa þeir hughrifum sínum.
Mesta athygli vakti grenilundur með 15-20 m. háum
trjám, er níræður maður sýndi okkur. Hann var einn
þeirra, sem unnu að gróðursetningu trjánna.
Hinn aldni bæjarhöfðingi hvatti okkur til að gróður-
setja grenilundi, er við kæmum heim. - Ekkert gæti glatt
okkur meira í ellinni og orðið þjóð okkar til meira gagns
í framtíðinni.v
Norska birkið vakti einnig athygli ferðalanganna
enda ólíkt því sem þeir áttu að venjast heima fyrir,
18-20 metra hátt og þráðbeint.
Íslendingarnir skoðuðu skóga, gróðrarstöðvar og
lærðu vinnubrögð af Norðmönnunum. Af lýsingum
þeirra í Ársritinu er ljóst að þeir hafa ekki aðeins lært
margt um skóga Noregs heldur hefur ferðin hvatt þá
til frekari dáða á heimavelli.
Það sýnir ljóst, hve íbúar Norður-Noregs eru ötulir
skógræktarmenn. Þeir taka ekki smáspildur til gróður-
i Hákon Bjarnason, 1949, bls. 10.
ii Sigurður Blöndal og Skúli Björn Sigurðsson, 2000, bls. 223.
iii Hákon Bjarnason, 1949, bls. 15.
iv Morgunblaðið, 1949, bls 8.
v Jón Jóhannesson o.fl., 1949, 23-24.
Um 30 íslenskir skógræktarmenn fóru í fyrstu skiptiferðina til Noregs árið 1949.