Skógræktarritið - 15.10.2014, Qupperneq 54

Skógræktarritið - 15.10.2014, Qupperneq 54
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201452 var slegið til í endann og þynnt í egg sem hægt var að brýna með þjöl eftir vinnudag í erfiðu landi. Gerðir gróðursetningahakanna voru með ýmsu móti. Á 1. mynd má sjá gróðursetningahaka frá Vöglum í Fnjóskadal en hakinn er smíðaður úr fjaðrastáli úr Willis jeppa. Blaðið er 30 cm að lengd, skaftið 90 cm og þykkt blaðsins er 5 mm með brýnda egg á báðum endum. Algeng afköst við gróðursetningar með gróðursetningahökum voru 400–500 plöntur á dag. Á 2. mynd má sjá gróðursetningahaka í eigu Skóg- ræktarfélags Eyfirðinga sem smíðaður er úr 6 mm þykku fjaðrastáli, skaftið er 70 cm langt og blaðið um 45 cm langt. Annar endi blaðsins hefur verið dreginn í odd og hakinn þess vegna verið heppilegur til gróðursetninga í grýttum jarðvegi. Festingar blaðs og skafts á heimasmíðuðum gróðursetningahökum voru með ýmsu móti. Á 3. mynd er gróðursetningahaki sem einnig er í eigu Skógræktarfélags Eyfirðinga. Þetta er léttur haki með breiðu blaði, sennilega fluttur inn frá Noregi um 1960. Skaftið er 67 cm langt, blaðið er 5 mm þykkt, bogið og með egg báðum megin. Þörf fyrir þessa léttu haka fór vaxandi þegar unglingavinna sveitarfélaganna hófst við gróðursetningu skógarplantna um 1960. Lynghaki, eins og sjá má á 4. mynd, var notaður við gróðursetningu í lyng- og víðivöxnu landi. Blaðið sem er beitt og bogið var notað eins og exi við að fjarlægja viðarteinung og rætur. Landið var flekkjað með breiðri öxinni og loks gerð hola fyrir plöntuna. Þessi gerð af gróðursetningahaka var ekki mikið notuð við gróðursetningu, enda áhaldið þungt og verkið því oft seinlegt. Uppruni áhaldsins er óþekktur en svipuð tæki voru notuð hjá danska Heiðafélaginu á jósku heiðunum um 1950. Gróðursetningar „spetti“ eins og sjá má á 5. mynd, var notað til að gróðursetja berrótarplöntur í mólendi og þéttum moldarjarðvegi. Spettið er með fleyglaga blaði með beittri egg. Áhaldið var notað á þann hátt að stungin var hola fyrir plöntuna, plantan staðsett við lóðréttan vegg holunnar, áhaldinu snúið við og önnur stunga framkvæmd í um 5–10 cm fjarlægð frá hallandi holubrún. Við þessa framkvæmd lokaðist holan og plantan sat eftir keik í holu sinni. Áhaldið var notað á Norður- og Austurlandi. Það tók við af gróðursetningahökunum sem höfðu verið aðal áhöld við gróðursetningu berrótarplantna. Afköst við gróður- setningu voru 600–800 plöntur á dag í góðu landi. Bjúgskóflur, 1965–2000 Bjúgskóflur voru upphaflega fluttar inn frá Þýska- landi um 1965 og hugsaðar sem gróðursetningatæki fyrir stærri berrótarplöntur og síðar pottaplöntur. Innflutningur á bjúgskóflum var sennilega tengdur auknum fjárveitingum frá Skógrækt ríkisins og Landgræðslusjóði til skjólbeltaræktar. Þýskar bjúg- skóflur voru ekki fluttar inn að ráði eftir 1980 vegna kostnaðar. 6. mynd sýnir bjúgskóflu en blað hennar er boga- lagað, um 40 cm langt og breikkar upp. Blaðið er 2 mm að þykkt með egghvassar brúnir. Skaftið er um 70 cm með þverhaldi. Bjúgskóflan er þungt gróður- setningatæki, stinga þurfti tvær til þrjár stungur til þess að fullgera gróðursetningaholu. Afköst við gróðursetningu voru 100–200 plöntur á dag. Á Akureyri var hafin framleiðsla á eftirlíkingu af þýsku bjúgskóflunum árið 1985 (7. mynd). Léttum stungu- spöðum var breytt og blöð þeirra beygð og á þau soðið fótstig. Þessi gróðursetningatæki voru léttari, sterkari og afkastameiri en þýsku skóflurnar. 6. mynd. Bjúgskófla. 2. mynd. Gróðursetningahaki. 3. mynd. Gróðursetningahaki. 4. mynd. Lynghaki. 5. mynd. Gróðursetningaspaði (spetti).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Skógræktarritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.