Skógræktarritið - 15.10.2014, Page 68

Skógræktarritið - 15.10.2014, Page 68
SKÓGRÆKTARRITIÐ 201466 nemendum) voru kominn á lífaldur, þar eð reynitré verða oft á tíðum ekki eldri en 70-100 ára. Það var því farið að halla verulega undan fæti; trjágróður feyskinn og hefði í raun verið nauðsynlegt að hefja endurnýjun reynitrjánna mörgum árum fyrr. Segja má að blaðagrein Vilborgar, sem áður var vitnað til, hafi með óbeinum hætti orðið kveikjan að því að haf- ist var handa um endurnýjað starf í Skrúði. Árin 1992-2014 Aðdragandi þess að hópur manna kom saman á Núpi vegna Skrúðs var sú að undirritaður kenndi skóg- fræðiáfanga hluta vetrar við Garðyrkjuskólann að Reykjum í Ölfusi árin 1989 og 1990. Þar kynntist hann Grétari Unnsteinssyni skólameistara og barst Skrúður í tal oftar en einu sinni. Fann undirritaður að Grétar þekkti vel til garðsins. Vitnaði Grétar einnig í þessum samtölum til umræðunnar sem farið hafði fram á Aðalfundi Skógræktarfélags Íslands á Mývatni árið 1986. Ásamt viðræðum við Grétar þróaðist umræðan einnig í viðræðum við Sigurð Helgason sem þá var tilsjónarmaður Núpsskóla fyrir hönd menntamála- ráðuneytisins. Þessi kynni og viðræður við heima- menn leiddu til þess að þann 27. maí árið 1992 kom hópur áhugamanna saman á Núpi sem tók frum- kvæði að því að stofna vettvang til að halda merki Skrúðs á lofti. Samanstóð þessi hópur af fulltrúum stofnana, félaga og samtaka. Hópur þessi varð síðan að formlegum vettvangi sem heitir nú Framkvæmda- sjóður Skrúðs og koma þar að fulltrúar sex aðila. Hefur þessi hópur unnið markvisst að því að efla garðinn, endurnýja og kynna hann fyrir landsmönnum eftir því sem tími, fjármunir og aðstæður hafa leyft hverju sinni. Skipti sköpum í upphafi hve Garð- yrkjuskóli ríkisins, með Grétar Unnsteinsson skóla- meistara í fararbroddi, tók virkan þátt í uppbyggingar- starfinu en bæði kennarar og nemendur hans unnu þar ómetanlegt starf.5 Endurnýjun og viðhald Skrúðs hefur verið umfangs- mikið verkefni og í raun ekki hægt að gera því tæm- andi skil á þessum vettvangi. Það er hins vegar rétt að tæpa á þeim helstu atriðum sem komið hafa til framkvæmda á vegum Framkvæmdasjóðs Skrúðs. Í fyrsta áfanga, sem stóð árin 2002 -2006, var áhersla lögð á að laða fram fyrri einkenni garðsins. Þetta hefði ekki verið gerlegt nema fyrir tilstilli sérfræðinga Garðyrkjuskólans, margra velunnara, sjálfboðaliða og fyrirtækja. Þá hefur það verið metnaður sjóðsins að umhirðu garðsins væri sinnt vel og reglulega enda ætíð verið ráðinn umsjónarmaður með garðinum, Skrúðsbændur eins og þeir kallast, allt frá árinu 2003. Hefur það skipt sköpum að viðhaldi og umhirðu sé sinnt af alúð og til þess veljist traust fólk sem hefur metnað til starfans. Fyrstu Skrúðsbændur á þessu tímabili (1993-1999) voru hjónin Halla Knútsdóttir og Sæmundur Þorvaldsson. Þau nutu til að byrja með dyggrar aðstoðar sérfræðinga frá Garðyrkjuskólanum sem voru tíðir gestir vestra á þessum fyrstu árum enduruppbyggingar. Það hefur síðan verið gæfa Skrúðs, að þeirri reynslu og þekkingu hafa þau miðlað til nýrra Skrúðsbænda og gott betur. Sæmundur hefur sem heimamaður einatt hlaupið í skarðið þegar á hefur þurft að halda, bæði við verk- legar framkvæmdir og við leiðsögn gesta og hópa sem þess hafa óskað. Segja má, með fullri virðingu fyrir mörgu öðru góðu fólki, að Skrúður væri tæplega sú perla sem hún er í dag, nema fyrir þær sakir að hjónin í Lyngholti hafa í ein 23 ára lagt garðinum ómælt liðsinni. Meðal þess markverðasta, sem einnig má tíunda, er hátíð sem efnt var til þegar endur- og uppbygg- ingarstarf áðurnefnds fyrsta áfanga lauk. Hátíðin var haldin í Skrúði á stofndegi garðsins árið 1996 en við það tækifæri afhenti Björn Bjarnason, þáverandi Lævirkjatréð. Ræktun matjurta var eitt af markmiðum stofnandans.

x

Skógræktarritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skógræktarritið
https://timarit.is/publication/1996

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.